Mættu með unglingaliðið og gengu af velli í bikarúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2024 07:01 U(nglingalið Fenerbache gengur af velli. Serhat Cagdas/Anadolu via Getty Images Galatasaray varð í gær tyrkneskur bikarmeistari í fótbolta. Það er þó ekki hægt að segja að liðið hafi unnið hefðbundinn sigur í bikarúrslitaleiknum. Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari. Tyrkneski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira
Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira