Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 18:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir eftirsjá af Katrínu Jakobsdóttur sem öflugum stjórnmálaleiðtoga. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira