Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 18:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir eftirsjá af Katrínu Jakobsdóttur sem öflugum stjórnmálaleiðtoga. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira