Segist ekki verða pólitískur forseti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2024 15:25 Katrín tilkynnti um forsetaframboðið á Instagram í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi segist ekki munu verða pólitískur forseti. Hún segi nú skilið við stjórnmálin eftir tveggja áratuga starf. „Ég ígrundaði þetta mjög mikið um páskana og tók ákvörðun bara í þessari viku að fara út í þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um ákvörðun sína að gefa kost á sér í kosningum til embættis forseta. Katrín tilkynnti framboðið í myndbandsávarpi sem hún birti á Instagram eftir hádegi í dag. Framboð hennar hefur legið í loftinu um nokkurt skeið og ljóst var að einhver fótur væri fyrir þeim sögusögnum í vikunni þegar Katrín sagðist íhuga þetta alvarlega. Hennar tími í stjórnmálum búinn Katrín segir í viðtali sem hún veitti fréttastofu klukkan 14 að ýmsar ástæður séu fyrir þessari ákvörðun hennar. Hún hafi verið lengi í stjórnmálum og hafi verið búin að taka ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í næstu Alþingiskosningum. „Ég ætlaði hins vegar að klára þetta kjörtímabil að sjálfsögðu en eftir því sem leið á árið þá voru æ fleiri sem höfðu samband við mig og ég fór að hugsa þetta æ meir. Ég held að reynsla mín sé eitthvað sem geti skipt máli fyrir þetta embætti,“ segir Katrín. Er það upplifun þín af stjórnarsamstarfinu sem hefur áhrif á þá ákvörðun eða bara tekin heilt yfir? „Við eigum öll okkar tíma í stjórnmálum og ég fann fyrir að sá tími var kominn hjá mér.“ Veit ekki hver verður næsti forsætisráðherra Hún hafi rætt við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um þessa ígrundun sína fyrir páska. Strax eftir hátíðina hafi hún svo greint þeim frá í hvað stefndi. Hún segist ekki vita hver næstu skref ríkisstjórnarinnar séu. „Nú eru þau, sem áfram sitja, með boltann. Það er meirihluti þriggja flokka á Alþingi, það er stjórnarsáttmáli í gildi. Ég vænti þess að þau noti tímann núna til að fara yfir þá stöðu og finna góða lausn á því.“ Er búið að ákveða hver verður næsti forsætisráðherra? „Nei og ég hef ekki komið að neinum samtölum um það,“ segir Katrín. Segir af sér þingmennsku á mánudag Hún segir mikilvægt að forseti landsins gæti hagsmuna þjóðarinnar á alþjóðavettvangi, tali fyrir grunngildum íslensks samfélags, sem hún segir lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Forsetinn eigi að tala fyrir undirstöðunum: Menntun, menningu og íslenskri tungu. Þá eigi hann að tala gegn skautun, sem sjáist í auknum mæli úti um allan heim. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum.“ Forseti megi ekki óttast að vera umdeildur Innt eftir því hvert hlutverk forseta sé að hennar mati segir hún hann þurfa að geta tekið erfiðar ákvarðanir. „Hann þarf að vera til staðar þegar eru erfiðir tímar, geta talað til þjóðarinnar allrar en um leið að geta tekið erfiðar ákvarðanir og ekki óttast að verða umdeildur.“ Þá sé það alltaf matsatriði hvenær forseti beiti synjunarvaldi. „Það geta verið stór mál sem koma upp, það getur verið ákall frá þjóðinni en það getur líka verið stórmál sem ganga að einhverju leyti gegn þessum grundvallargildum sem ég nefndi áðan: Lýðræðinu, mannréttindum, réttarríkinu.“ Eiginmaðurinn aðeins meira áberandi Verðurðu pólitískur forseti? „Nei, nú segi ég skilið við stjórnmálin. Það er auðvitað stór ákvörðun og ég vænti þess auðvitað að fólk hafi alls konar skoðanir á því. Ég átta mig auðvitað á því að ég er ekki óumdeild manneskja eftir alla þessa löngu veru. En það er þjóðin, það er fólkið sem velur forsetann og það tekur rétta ákvörðun.“ Hún segir stærsta samtalið sem hver og einn þurfi að eiga vera við sína nánustu. Bæði maðurinn hennar og synirnir þrír styðji hana eindregið í þessu. Fjölskylda Katrínar hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlum, Katrín segist vænta þess að það breytist verði hún forseti. „Ég vænti þess að maðurinn minn muni sinna þessu að einhverju leyti með mér en ég geri líka ráð fyrir því að börnin mín fái að vera áfram börn og sjálfstæðir einstaklingar.“ Fylgst var með viðburðaríkum degi í vaktinni á Vísi sem sjá má að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
„Ég ígrundaði þetta mjög mikið um páskana og tók ákvörðun bara í þessari viku að fara út í þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um ákvörðun sína að gefa kost á sér í kosningum til embættis forseta. Katrín tilkynnti framboðið í myndbandsávarpi sem hún birti á Instagram eftir hádegi í dag. Framboð hennar hefur legið í loftinu um nokkurt skeið og ljóst var að einhver fótur væri fyrir þeim sögusögnum í vikunni þegar Katrín sagðist íhuga þetta alvarlega. Hennar tími í stjórnmálum búinn Katrín segir í viðtali sem hún veitti fréttastofu klukkan 14 að ýmsar ástæður séu fyrir þessari ákvörðun hennar. Hún hafi verið lengi í stjórnmálum og hafi verið búin að taka ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í næstu Alþingiskosningum. „Ég ætlaði hins vegar að klára þetta kjörtímabil að sjálfsögðu en eftir því sem leið á árið þá voru æ fleiri sem höfðu samband við mig og ég fór að hugsa þetta æ meir. Ég held að reynsla mín sé eitthvað sem geti skipt máli fyrir þetta embætti,“ segir Katrín. Er það upplifun þín af stjórnarsamstarfinu sem hefur áhrif á þá ákvörðun eða bara tekin heilt yfir? „Við eigum öll okkar tíma í stjórnmálum og ég fann fyrir að sá tími var kominn hjá mér.“ Veit ekki hver verður næsti forsætisráðherra Hún hafi rætt við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins, um þessa ígrundun sína fyrir páska. Strax eftir hátíðina hafi hún svo greint þeim frá í hvað stefndi. Hún segist ekki vita hver næstu skref ríkisstjórnarinnar séu. „Nú eru þau, sem áfram sitja, með boltann. Það er meirihluti þriggja flokka á Alþingi, það er stjórnarsáttmáli í gildi. Ég vænti þess að þau noti tímann núna til að fara yfir þá stöðu og finna góða lausn á því.“ Er búið að ákveða hver verður næsti forsætisráðherra? „Nei og ég hef ekki komið að neinum samtölum um það,“ segir Katrín. Segir af sér þingmennsku á mánudag Hún segir mikilvægt að forseti landsins gæti hagsmuna þjóðarinnar á alþjóðavettvangi, tali fyrir grunngildum íslensks samfélags, sem hún segir lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Forsetinn eigi að tala fyrir undirstöðunum: Menntun, menningu og íslenskri tungu. Þá eigi hann að tala gegn skautun, sem sjáist í auknum mæli úti um allan heim. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum.“ Forseti megi ekki óttast að vera umdeildur Innt eftir því hvert hlutverk forseta sé að hennar mati segir hún hann þurfa að geta tekið erfiðar ákvarðanir. „Hann þarf að vera til staðar þegar eru erfiðir tímar, geta talað til þjóðarinnar allrar en um leið að geta tekið erfiðar ákvarðanir og ekki óttast að verða umdeildur.“ Þá sé það alltaf matsatriði hvenær forseti beiti synjunarvaldi. „Það geta verið stór mál sem koma upp, það getur verið ákall frá þjóðinni en það getur líka verið stórmál sem ganga að einhverju leyti gegn þessum grundvallargildum sem ég nefndi áðan: Lýðræðinu, mannréttindum, réttarríkinu.“ Eiginmaðurinn aðeins meira áberandi Verðurðu pólitískur forseti? „Nei, nú segi ég skilið við stjórnmálin. Það er auðvitað stór ákvörðun og ég vænti þess auðvitað að fólk hafi alls konar skoðanir á því. Ég átta mig auðvitað á því að ég er ekki óumdeild manneskja eftir alla þessa löngu veru. En það er þjóðin, það er fólkið sem velur forsetann og það tekur rétta ákvörðun.“ Hún segir stærsta samtalið sem hver og einn þurfi að eiga vera við sína nánustu. Bæði maðurinn hennar og synirnir þrír styðji hana eindregið í þessu. Fjölskylda Katrínar hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlum, Katrín segist vænta þess að það breytist verði hún forseti. „Ég vænti þess að maðurinn minn muni sinna þessu að einhverju leyti með mér en ég geri líka ráð fyrir því að börnin mín fái að vera áfram börn og sjálfstæðir einstaklingar.“ Fylgst var með viðburðaríkum degi í vaktinni á Vísi sem sjá má að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira