Sigurður Ingi frestar fundum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið nefndur til sögunnar sem forsætisráðherra fari svo að Katrín bjóði fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, sem heldur þannig um taumana þegar kemur að samgöngumálum, hafi aflýst fundunum með stuttum fyrirvara. Haft er eftir Helga Héðinssyni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að dagskrá Sigurðar Inga hafi breyst og því hafi þurft að fresta fundunum. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem er fjarverandi á fundum í dag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra afboðaði sig í skyndi af fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel sem hófst í morgun. Þessa stundina sitja bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fundi þar sem mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta er meðal umræðuefna. Sigurður Ingi átti að vera á Neskaupsstað í kvöld. Til fundanna var boðað með skömmum fyrirvara en Alþingi er í páskaleyfi til mánudags. Helgi segir að vonir standi til að Sigurður Ingi geti fundað með Vopnfirðingum á morgun á Vopnafirði klukkan 12. Þó sé sá fyrirvari að dagskrá Sigurðar Inga geti breyst. Þá standi til að finna nýjar dagsetningar fyrir fundina sem frestað var í dag. Austurfrétt hefur eftir Helga að það hafi verið metnaðarfullt plan ráðherrans að ætla að vera á nokkurra daga ferð um Austurlandið. Dagskrá formanns stjórnmálaflokks og ráðherra sé alltaf þétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í hádeginu að hún íhugi alvarlega framboð til forseta. Hún ætli að tilkynna ákvörðun sína, hver svo sem hún verði, á allra næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Múlaþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23