Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 13:22 Baldur segir framboð Katrínar og mögulegan sigur í forsetakosningunum myndu vekja ýmsar spurningar um hæfi hennar. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira