Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2024 13:54 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af að Katrín bjóði sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. „Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“ Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
„Hvort sem að hún lætur til skara skríða eða hættir við þá verðum við allavega að gera ráð fyrir því að það séu verulegar líkur á því að hún sé að fara í forsetaframboð og þá er auðvitað stjórnarsamstarfið í uppnámi og mikilvægt að stjórnarflokkarnir ráði ráðum sínum um þá í fyrsta lagi hvort og þá hvernig hægt væri að halda áfram með þetta samstarf og það er engan veginn augljóst eða einfalt.“ Eiríkur segir Katrínu sterkan frambjóðandi ef hún stígur fram. „Katrín Jakobsdóttir nýtur gríðarlegrar virðingar í íslensku þjóðfélagi. Hún hefur risið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Hún er einn farsælasti stjórnmálaforingi samtímans. vinsældir hennar hafa vissulega dvínað verulega að undanförnu en engu að síður þá hlýtur hún að teljast feikilega sterkur frambjóðandi og líklegasti sterkasti frambjóðandinn sem að stigið hefur fram eða verið í umræðunni fram til þessa. Hún getur hins vegar ekki gengið að sigri vísum. Það er allskonar sem getur gerst í þessum.“ Þá segir hann óvissu um framtíð ríkisstjórnarinnar ef Katrín býður sig fram. „Það er mögulegt að hún lifi það af. Það eru allskonar kostir í stöðunni. Augljósasti er auðvitað að nýr forystumaður Vinstri-grænna taki við forsætisráðuneytinu. Það er svona kannski fyrir fram það sem væri augljósast en það eru margir aðrir kostir líka til staðar en svo getur það líka farið svo að ríkisstjórnin springi og við séum að horfa framan í þingkosningar á næstunni en það hefur nú beinlínis stefnt í kosningar svona fyrr heldur en síðar miðað við ástandið á stjórnarheimilinu síðustu misserin.“
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23 Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44 Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3. apríl 2024 12:23
Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. 3. apríl 2024 10:44
Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3. apríl 2024 10:18