Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:25 Dánaraðstoð var til umræðu í Pallborðinu í síðustu viku. Vísir „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ Þannig útskýrir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, hugtakið „dánaraðstoð“ en málið var til umfjöllunar í Pallborðinu í síðustu viku. Frumvarp um dánaraðstoð liggur fyrir þinginu en gestir Pallborðsins virtust sammála um að málið þarfnaðist töluvert meiri umfjöllunar áður en það yrði samþykkt. „Þetta er sem sagt ekki líknarmeðferð, ekki lífslokameðferð, ekki meðvitað athafnaleysi læknis. Ekki heldur þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð í þeim tilgangi, hugsanlega, að flýta dauðastundinni. Og dánaraðstoð er heldur ekki þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans, eins og við höfum séð dæmi hér á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Þannig að það skiptir mjög miklu máli; þegar við erum að tala um dánaraðstoð, hvað erum við að tala um?“ sagði Ingrid í Pallborðinu. Lífsvirðing hefur barist fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar frá stofnun árið 2017 og Ingrid segir heilmikla umræðu hafa farið fram. Hún hafi hins vegar ef til vill frekar átt sér stað í minni hópum og þörf sé á að taka hana á stærri vettvangi. Að sögn Ingridar liðu 30 ár á milli þess að fyrsta dómsmálið var höfðað vegna dánaraðstoðar og þar til hún var leidd í lög. „Nú er ég ekki að segja að þetta muni taka 30 ár hér á Íslandi en þetta er samt þannig mál að við þurfum að taka umræðuna, það er mjög mikilvægt, og ég bind vonir við að þetta frumvarp verði til þess.“ Rök bæði með og á móti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, greindi frá því í Pallborðinu að félagið væri mótfallið frumvarpinu. Hún sagði ekki mikla umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og þá hefði stjórn félagsins ekki fundið fyrir þrýstingi frá læknum vegna málsins. Mörg rök hafa verið nefnd sem eru sögð mæla gegn lögleiðingu dánaraðstoðar, meðal annars að um sé að ræða hálan ís, að það gæti dregið úr virðingu fólks fyrir mannslífinu, að þróunin gæti orðið sú að það þætti ásættanlegt að binda enda á líf útfrá til að mynda fjárhagslegum sjónarmiðum og svo framvegis. Þá hafa andstæðingar einnig sagt að þrýstingur gæti myndast á fólk frá nánustu eða jafnvel kerfinu að binda enda á líf sitt til að spara fyrirhöfn og/eða fjármuni. „Það er alls konar afstaða innan siðfræði til dánaraðstoðar,“ sagði Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Rök með séu meðal annars að þarna sé jú verið að lina þjáningar og þá hafi menn einnig horft til jafnræðis; það sé óþolandi að efnaðir geti ferðast þangað sem dánaraðstoð er lögleg en aðrir ekki. „Svona almennt held ég nú að það hafi flestir verið með varnagla gagnvart þessu í gegnum tíðina. En ég held að umræðan hafi almennt verið góð hér á Íslandi undanfarin ár. Það er rétt sem Ingrid segir að hún er búin að vera kannski ekki út um allt; hún er í ákveðnum lokuðum hópum og við erum ekki komin alveg þangað, eins og Steinunn segir.“ Henry segir frumvarpið sem nú liggur fyrir bera þess merki að stjórnmálamenn þurfi einnig að komast betur inn í málið en þrátt fyrir að vera mjög fylgjandi dánaraðstoð hefur stjórn Lífsvirðingar til að mynda gert fjölda athugasemdi við frumvarpið. „Þetta er siðferðilegt álitamál; það eru rök með, það eru rök á móti... Mér finnst þetta ekkert viðkvæmt mál, mér finnst umræðan bara frekar góð eins og hún er að þróast,“ segir Henry. „Ég sé ekki fyrir mér að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi á næstu árum, ég held að þetta frumvarp fari ekki í gegn. En ég get alveg ímyndað mér að eftir tíu ár verði kannski öðruvísi umræða og við gætum verið komin aðeins lengra.“ Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Þannig útskýrir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, hugtakið „dánaraðstoð“ en málið var til umfjöllunar í Pallborðinu í síðustu viku. Frumvarp um dánaraðstoð liggur fyrir þinginu en gestir Pallborðsins virtust sammála um að málið þarfnaðist töluvert meiri umfjöllunar áður en það yrði samþykkt. „Þetta er sem sagt ekki líknarmeðferð, ekki lífslokameðferð, ekki meðvitað athafnaleysi læknis. Ekki heldur þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð í þeim tilgangi, hugsanlega, að flýta dauðastundinni. Og dánaraðstoð er heldur ekki þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans, eins og við höfum séð dæmi hér á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Þannig að það skiptir mjög miklu máli; þegar við erum að tala um dánaraðstoð, hvað erum við að tala um?“ sagði Ingrid í Pallborðinu. Lífsvirðing hefur barist fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar frá stofnun árið 2017 og Ingrid segir heilmikla umræðu hafa farið fram. Hún hafi hins vegar ef til vill frekar átt sér stað í minni hópum og þörf sé á að taka hana á stærri vettvangi. Að sögn Ingridar liðu 30 ár á milli þess að fyrsta dómsmálið var höfðað vegna dánaraðstoðar og þar til hún var leidd í lög. „Nú er ég ekki að segja að þetta muni taka 30 ár hér á Íslandi en þetta er samt þannig mál að við þurfum að taka umræðuna, það er mjög mikilvægt, og ég bind vonir við að þetta frumvarp verði til þess.“ Rök bæði með og á móti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, greindi frá því í Pallborðinu að félagið væri mótfallið frumvarpinu. Hún sagði ekki mikla umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og þá hefði stjórn félagsins ekki fundið fyrir þrýstingi frá læknum vegna málsins. Mörg rök hafa verið nefnd sem eru sögð mæla gegn lögleiðingu dánaraðstoðar, meðal annars að um sé að ræða hálan ís, að það gæti dregið úr virðingu fólks fyrir mannslífinu, að þróunin gæti orðið sú að það þætti ásættanlegt að binda enda á líf útfrá til að mynda fjárhagslegum sjónarmiðum og svo framvegis. Þá hafa andstæðingar einnig sagt að þrýstingur gæti myndast á fólk frá nánustu eða jafnvel kerfinu að binda enda á líf sitt til að spara fyrirhöfn og/eða fjármuni. „Það er alls konar afstaða innan siðfræði til dánaraðstoðar,“ sagði Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Rök með séu meðal annars að þarna sé jú verið að lina þjáningar og þá hafi menn einnig horft til jafnræðis; það sé óþolandi að efnaðir geti ferðast þangað sem dánaraðstoð er lögleg en aðrir ekki. „Svona almennt held ég nú að það hafi flestir verið með varnagla gagnvart þessu í gegnum tíðina. En ég held að umræðan hafi almennt verið góð hér á Íslandi undanfarin ár. Það er rétt sem Ingrid segir að hún er búin að vera kannski ekki út um allt; hún er í ákveðnum lokuðum hópum og við erum ekki komin alveg þangað, eins og Steinunn segir.“ Henry segir frumvarpið sem nú liggur fyrir bera þess merki að stjórnmálamenn þurfi einnig að komast betur inn í málið en þrátt fyrir að vera mjög fylgjandi dánaraðstoð hefur stjórn Lífsvirðingar til að mynda gert fjölda athugasemdi við frumvarpið. „Þetta er siðferðilegt álitamál; það eru rök með, það eru rök á móti... Mér finnst þetta ekkert viðkvæmt mál, mér finnst umræðan bara frekar góð eins og hún er að þróast,“ segir Henry. „Ég sé ekki fyrir mér að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi á næstu árum, ég held að þetta frumvarp fari ekki í gegn. En ég get alveg ímyndað mér að eftir tíu ár verði kannski öðruvísi umræða og við gætum verið komin aðeins lengra.“
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira