Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 12:14 Toyota er mest selda bílategundin það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira