Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 22:03 Vigdís Bjarnadóttir starfaði á skrifstofur forseta Íslands í 39 ár og vann náið með þremur forsetum. Hún þekkir embættið vel og telur sig hvað þarf til að gegna því. Facebook/Vilhelm Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. Vigdís Bjarnadóttir, leiðsögumaður og myndlistarkona, starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta Íslands og vann þar náið með þremur forsetum, Kristjáni Eldjárni í tólf ár, Vigdísi Finnbogadóttur í sextán ár og Ólafi Ragnari í ellefu ár. Vigdís segir marga vini sína hafa spurt sig undanfarið hvern hún vilji sjá í embættinu, hún þekki það svo vel og viti hvað þurfi til. Vigdís hætti hjá embættinu árið 2007 og segir að margt hafi breyst síðan þá en það séu ákveðin gildi sem varði embættið sem muni alltaf vera eins. Hún ákvað af því tilefni að skrifa pistil á Facebook-síðu sína til að benda á hvað frambjóðandi þarf að hafa til brunns að bera fyrir embættið. Hvað þarf frambjóðandinn að hafa til brunns að bera? Vigdís telur upp í pistli sínum fjölda mannkosta sem séu nauðsynlegir fyrir embættið. Góð menntun og yfirgripsmikil þekking á Ísland séu nauðsynleg en einnig góð tungumálakunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun. „Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi,“ segir Vigdís í pistlinum. Forsetinn þurfi að hafa „brennandi áhuga á landi, þjóð og sögu,“ þekkja samfélagið, innviði þess og samsetningu afar vel og hafa góða þekkingu á íslenskri pólitík og alþjóðapólitík. „Hann þarf að tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál, fleiri lýtalaus tungumál eru kostur. Þarf að geta rætt um menn og málefni á akademískum grunni og samið og flutt ræður og fyrirlestra bæði á íslensku og ensku. Hann þarf að geta flutt óundirbúnar ræður fyrirvaralaust á ensku um alls konara málefni. Túlkar eru afar sjaldan notaðir,“ segir hún einnig. Sterkt bakland nauðsynlegt af því það blæs oft á Bessastöðum Vigdís segir forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og „kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar“. „Góður maki er mikill kostur, auðvitað er forseti Íslands yfirmaður embættisins, en makinn kemur oft að starfi forseta Íslands og tekur virkan þátt í að reka embættið,“ segir hún. Forsetaframbjóðandinn þarf að vera góður stjórnandi og mikilvægt sé að kunna eða læra prótokollinn. Einnig þurfi hann að hafa tengsl inn í stjórnmálaflokka og vera í góðu sambandi við fólk sem hann getur kallað til „skrafs og ráðagerða“. Mikil ferðalög fylgi embættinu og þurfi forseti að þekkja samskipti landa í pólitík, viðskiptum, bókmenntum og listum og á akademískum grunni. Einnig sé gott að hafa staðgóða þekkingu á öðrum menningarsamfélögum og kostur að hafa vit á mat og vínum. Svo segir Vigdís að það saki ekki að nefna að forseti þurfi að klæða sig af vandvirkni og vera óaðfinnanlegur. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Garðabær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. 24. mars 2024 20:01 Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. 21. mars 2024 19:57 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Vigdís Bjarnadóttir, leiðsögumaður og myndlistarkona, starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta Íslands og vann þar náið með þremur forsetum, Kristjáni Eldjárni í tólf ár, Vigdísi Finnbogadóttur í sextán ár og Ólafi Ragnari í ellefu ár. Vigdís segir marga vini sína hafa spurt sig undanfarið hvern hún vilji sjá í embættinu, hún þekki það svo vel og viti hvað þurfi til. Vigdís hætti hjá embættinu árið 2007 og segir að margt hafi breyst síðan þá en það séu ákveðin gildi sem varði embættið sem muni alltaf vera eins. Hún ákvað af því tilefni að skrifa pistil á Facebook-síðu sína til að benda á hvað frambjóðandi þarf að hafa til brunns að bera fyrir embættið. Hvað þarf frambjóðandinn að hafa til brunns að bera? Vigdís telur upp í pistli sínum fjölda mannkosta sem séu nauðsynlegir fyrir embættið. Góð menntun og yfirgripsmikil þekking á Ísland séu nauðsynleg en einnig góð tungumálakunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun. „Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi,“ segir Vigdís í pistlinum. Forsetinn þurfi að hafa „brennandi áhuga á landi, þjóð og sögu,“ þekkja samfélagið, innviði þess og samsetningu afar vel og hafa góða þekkingu á íslenskri pólitík og alþjóðapólitík. „Hann þarf að tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál, fleiri lýtalaus tungumál eru kostur. Þarf að geta rætt um menn og málefni á akademískum grunni og samið og flutt ræður og fyrirlestra bæði á íslensku og ensku. Hann þarf að geta flutt óundirbúnar ræður fyrirvaralaust á ensku um alls konara málefni. Túlkar eru afar sjaldan notaðir,“ segir hún einnig. Sterkt bakland nauðsynlegt af því það blæs oft á Bessastöðum Vigdís segir forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og „kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar“. „Góður maki er mikill kostur, auðvitað er forseti Íslands yfirmaður embættisins, en makinn kemur oft að starfi forseta Íslands og tekur virkan þátt í að reka embættið,“ segir hún. Forsetaframbjóðandinn þarf að vera góður stjórnandi og mikilvægt sé að kunna eða læra prótokollinn. Einnig þurfi hann að hafa tengsl inn í stjórnmálaflokka og vera í góðu sambandi við fólk sem hann getur kallað til „skrafs og ráðagerða“. Mikil ferðalög fylgi embættinu og þurfi forseti að þekkja samskipti landa í pólitík, viðskiptum, bókmenntum og listum og á akademískum grunni. Einnig sé gott að hafa staðgóða þekkingu á öðrum menningarsamfélögum og kostur að hafa vit á mat og vínum. Svo segir Vigdís að það saki ekki að nefna að forseti þurfi að klæða sig af vandvirkni og vera óaðfinnanlegur.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Garðabær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. 24. mars 2024 20:01 Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. 21. mars 2024 19:57 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. 24. mars 2024 20:01
Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. 21. mars 2024 19:57