Stefnir á nýtt afrek í Rubiks-heimum og styður soninn áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 15:51 Pawel ætlar sér að ná að leysa þrjá kubba blindandi á undir 15 mínútum. Verðugt verkefni, enda hefur engum Íslendingi áður tekist það í keppni. Vísir/Armar Varaborgarfulltrúi Viðreisnar náði þeim áfanga um hátíðarnar að leysa Rúbiks-kubb, eða töfratening, á undir hálfri mínútu. Hann stefnir á að verða fyrstur Íslendinga til að leysa þrjá kubba í röð blindandi í keppni. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti færslu í gær þar sem hann greindi frá því að honum hefði tekist að leysa kubbinn á undir hálfri mínútu í fyrsta skipti. Nákvæmur tími var 28,56 sekúndur, sem verður að teljast nokkuð gott. Í samtali við Vísi segir Pawel að það sé ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga á einni æfingu. Hann sé þó sífellt að æfa sig og vinna í að verða betri. „Og koma mér í það að geta gert þetta að staðaldri, og svo bara að halda áfram.“ Pawel keppti á Íslandsmótinu í töfrateningi í haust, en umfjöllun fréttastofu um mótið má sjá hér að neðan: Pawel segist ekki fylgja sérlega ströngu æfingaplani. „Ég byrjaði að taka þátt í keppnum í kringum það að yngri sonur minn, sem er að verða 12 ára, fékk mikinn áhuga á þessu. Hann er með mikinn metnað. Það er stundum þannig í þessum keppnum að það eru 75 prósent keppenda sem komast í næstu umferð. Þannig að hvert einasta foreldri sem leggur sitt á vogarskálarnar lætur drauma þriggja barna rætast, með því að ýta þeim í næstu umferð. Fyrst um sinn var þetta bara til þess að taka þátt og sýna lit. Þetta er nú þannig enn þá,“ segir Pawel. Ekki átta tímar í sólarhingnum til æfinga Á dögunum hafi hann tekið þátt í nýliðamóti Kubbafélagsins, og viljað æfa sig aðeins fyrir það. „Náði þá að leysa kubb að meðaltali á undir mínútu, sem er ágætis varða á leiðinni. Svo hef ég í lausum tíma í páskafríinu aðeins tekið í kubbinn á kvöldin og æft mig,“ segir Pawel. Hann áætlar að hann hafi æft sig í um 20 til 30 klukkutíma í heildina. „En þetta er auðvitað ekkert samanborið við þessa bestu. Það er þannig að þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ekkert endilega tíma fyrir áhugamál sem taka átta tíma á dag.“ Fyrir næsta Íslandsmót hefur Pawel sett sér það markmið að ná að klára kubbinn blindandi, þrisvar í röð. „Þá nær maður því sem heitir meðaltal, og það hefur enginn Íslendingur náð því í keppni. Eigum við ekki að segja að það sé draumurinn sem ég set á borðið fyrir alþjóð að vita? Það er eitthvað sem ég væri að keppa að.“ Í blindkeppni þarf að klára þrjár tilraunir á fimmtán mínútum, og því þarf meðaltal fyrir hverja lausn að vera undir fimm mínútur að meðaltali. „Ég hef verið með tíma í kringum sex, sjö mínútur. Það er svolítið viðfangsefni að fást við það,“ segir Pawel. Æfingaplanið nú sé að verða betri í að leysa kubbinn venjulega, og þegar sú færni verði orðin góð ætlar hann í minnisæfingar til að geta leyst kubbinn blindandi. Sonurinn stefnir á verðlaunapall Sonur Pawels, Ólafur, er afar metnaðarfullur í sportinu. „Ég var nú að monta mig af því um daginn á Facebook að hann náði 9,71 í lausn á 3x3 kubbi. Það er fjórði besti persónulegi tími Íslendings. Hann er fjórði Íslendingurinn til að komast undir 10 sekúndur,“ segir Pawel. Ólafur sé afar duglegur að æfa sig og fjölskyldan fylgist spennt með. Pawel segir ljóst að kubburinn standist tímans tönn. „Ég hefði ekki trúað því þegar ég var að alast upp í áttunni að eftir 30 ár þá væru börnin mín að leysa Rubiks-kubba. Þetta er einhver þraut sem var búin til af ungverskum uppfinningamanni á seinni hluta síðustu aldar. Þetta er forvitnilegt,“ segir Pawel. Sonur hans hafi mikinn metnað í keppnum. „Hann stefnir mjög fast að því að komast á verðlaunapall.“ Íþróttir barna Ástin og lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti færslu í gær þar sem hann greindi frá því að honum hefði tekist að leysa kubbinn á undir hálfri mínútu í fyrsta skipti. Nákvæmur tími var 28,56 sekúndur, sem verður að teljast nokkuð gott. Í samtali við Vísi segir Pawel að það sé ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga á einni æfingu. Hann sé þó sífellt að æfa sig og vinna í að verða betri. „Og koma mér í það að geta gert þetta að staðaldri, og svo bara að halda áfram.“ Pawel keppti á Íslandsmótinu í töfrateningi í haust, en umfjöllun fréttastofu um mótið má sjá hér að neðan: Pawel segist ekki fylgja sérlega ströngu æfingaplani. „Ég byrjaði að taka þátt í keppnum í kringum það að yngri sonur minn, sem er að verða 12 ára, fékk mikinn áhuga á þessu. Hann er með mikinn metnað. Það er stundum þannig í þessum keppnum að það eru 75 prósent keppenda sem komast í næstu umferð. Þannig að hvert einasta foreldri sem leggur sitt á vogarskálarnar lætur drauma þriggja barna rætast, með því að ýta þeim í næstu umferð. Fyrst um sinn var þetta bara til þess að taka þátt og sýna lit. Þetta er nú þannig enn þá,“ segir Pawel. Ekki átta tímar í sólarhingnum til æfinga Á dögunum hafi hann tekið þátt í nýliðamóti Kubbafélagsins, og viljað æfa sig aðeins fyrir það. „Náði þá að leysa kubb að meðaltali á undir mínútu, sem er ágætis varða á leiðinni. Svo hef ég í lausum tíma í páskafríinu aðeins tekið í kubbinn á kvöldin og æft mig,“ segir Pawel. Hann áætlar að hann hafi æft sig í um 20 til 30 klukkutíma í heildina. „En þetta er auðvitað ekkert samanborið við þessa bestu. Það er þannig að þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ekkert endilega tíma fyrir áhugamál sem taka átta tíma á dag.“ Fyrir næsta Íslandsmót hefur Pawel sett sér það markmið að ná að klára kubbinn blindandi, þrisvar í röð. „Þá nær maður því sem heitir meðaltal, og það hefur enginn Íslendingur náð því í keppni. Eigum við ekki að segja að það sé draumurinn sem ég set á borðið fyrir alþjóð að vita? Það er eitthvað sem ég væri að keppa að.“ Í blindkeppni þarf að klára þrjár tilraunir á fimmtán mínútum, og því þarf meðaltal fyrir hverja lausn að vera undir fimm mínútur að meðaltali. „Ég hef verið með tíma í kringum sex, sjö mínútur. Það er svolítið viðfangsefni að fást við það,“ segir Pawel. Æfingaplanið nú sé að verða betri í að leysa kubbinn venjulega, og þegar sú færni verði orðin góð ætlar hann í minnisæfingar til að geta leyst kubbinn blindandi. Sonurinn stefnir á verðlaunapall Sonur Pawels, Ólafur, er afar metnaðarfullur í sportinu. „Ég var nú að monta mig af því um daginn á Facebook að hann náði 9,71 í lausn á 3x3 kubbi. Það er fjórði besti persónulegi tími Íslendings. Hann er fjórði Íslendingurinn til að komast undir 10 sekúndur,“ segir Pawel. Ólafur sé afar duglegur að æfa sig og fjölskyldan fylgist spennt með. Pawel segir ljóst að kubburinn standist tímans tönn. „Ég hefði ekki trúað því þegar ég var að alast upp í áttunni að eftir 30 ár þá væru börnin mín að leysa Rubiks-kubba. Þetta er einhver þraut sem var búin til af ungverskum uppfinningamanni á seinni hluta síðustu aldar. Þetta er forvitnilegt,“ segir Pawel. Sonur hans hafi mikinn metnað í keppnum. „Hann stefnir mjög fast að því að komast á verðlaunapall.“
Íþróttir barna Ástin og lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira