Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 18:34 Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í íslenskri heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Vísir Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira