Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Kristín Ólafsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. mars 2024 15:30 Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi. Vísir/Arnar Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“ Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“
Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira