Innlent

Barn ók leigu­bíl í leyfis­leysi

Árni Sæberg skrifar
Tíu ára börn eiga ekki að aka leigubílum.
Tíu ára börn eiga ekki að aka leigubílum. Vísir

Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Athugull vegfarandi tók eftir því í gær að leigubifreið var ekið af pilti, sem virðist vera um tíu ára gamall. „Gamli, stoppaðu bílinn!“ kallaði vegfarandinn á piltinn og tók athæfi hans upp. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

Mbl.is hefur eftir eiganda leigubílsins að barnið hafi ekið bílnum í leyfisleysi.

Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynnt hafi verið um barn að aka stolinni bifreið í Breiðholti. Málið sé unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Ekki hefur náðst í lögreglu við vinnslu fréttarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×