Innlent

Fjölgar í stuðningshópi Höllu Hrundar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er ein þeirra fjölmargra sem íhuga forsetaframboð. 
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er ein þeirra fjölmargra sem íhuga forsetaframboð.  Vísir/Egill

Hátt í átta hundruð manns hafa gengið í Facebook hópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands“. Ört fjölgar í hópnum, sem var búinn til í gærkvöldi.

Á föstudag sagði Halla Hrund í samtali við Vísi að hún hafi fengið fullt af hvatningu til þess að gefa kost á sér í embættið. 

Þó sveigði hún sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún væri að íhuga að bjóða sig fram. 

„Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svaraði hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“

Það væri besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætti hún við.

Halla var gestur í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Þar sagði hún gangnamenn hafa hvatt sig til þess að fara fram og hún ætlaði því að hugsa málið. 

Arna Frímannsdóttir sérfræðingur í gagnagreiningu er stjórnandi hópsins. Þar hefur hún birt hvetjandi ummæli um Höllu og hlotið undirtektir hópmeðlima. Ekki liggur fyrir hvenær Halla hyggst greina frá ákvörðun sinni um hvort hún gefi kost á sér. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×