Innlent

Vann tæpar níu milljónir í Lottó

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er nú ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó.
Það er nú ekki á hverjum degi sem fólk vinnur í lottó. Vísir/Vilhelm

Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottódrætti kvöldsins og fær hann rúmar 8,7 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottóappinu.

Einn áskrifandi var með bónusvinningin og hlýtur hann rúmar fjögurhundruð þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Það voru þó fleiri heppnir í kvöld og þeirra á meðal var einn með allar tölur og í réttri röð í Jóker kvöldsins og fær hann tvær milljónir króna. Miðahafinn var með miðann sinn í áskrift. Fjórir miðahafar voru með annan vinning og fær hver þeirra hundrað þúsund krónur.

Einn miðinn var keyptur á heimasíðu Lottó, einn á N1 í Fossvogi og tveir miðanna voru í áskrift.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×