„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 17:00 Inga Sæland var ómyrk í máli um aðgerðaráætlun í þágu fatlaðs fólks. „Innihaldslaust blaður,“ segir hún á meðan ekki sé búið að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni: Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni:
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira