Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 15:42 Björn Ingi er þess fullviss að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Sjálf hefur hún ekkert gefið upp um hvort hún hyggi á framboð. Vísir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34