Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:51 Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að fyrirspurn til Bankasýslunnar um samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Vísir Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni. Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni.
Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira