Bankarnir geti lækkað eigin vexti án aðkomu Seðlabankans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. mars 2024 23:41 Forseti ASÍ bjóst við vaxtalækkun í dag. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti. „Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti. Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
„Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti.
Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10