Bankarnir geti lækkað eigin vexti án aðkomu Seðlabankans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. mars 2024 23:41 Forseti ASÍ bjóst við vaxtalækkun í dag. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti. „Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti. Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
„Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti.
Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10