Segir yfirmann hjá Subway hafa fylgst stöðugt með sér í gegnum myndavélar Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 16:14 Málið varðar starfsstöð Subway á Íslandi, en ekki kemur fram í úrskurðinum um hvaða stað ræðir. Vísir/Vilhelm Rekstraraðila Subway á Íslandi, Stjörnunni ehf., hefur verið gert að greiða 1,5 milljóna stjórnvaldssekt vegna vöktunar yfirmanns á starfsmanni Subway. Þetta ákvarðaði Persónuvernd. Starfsmaður Subway kvartaði til persónuverndar vegna málsins. Hann sagði að verslunarstjóri staðarins hefði fylgst með honum í rauntíma í gegnum öryggismyndavélar, meðal annars gert frá heimili sínu. Verslunarstjórinn hafi hringt á Subway-staðinn og gert athugasemdir við vinnulag starfsmannsins út frá myndefninu. Að sögn starfsmannsins var þessi vöktun stöðug og bárust honum aðfinnslur frá yfirmanninum reglulega. Þá afhenti verslunarstjórinn starfsmanninum skjáskot með skráðum lýsingum á athöfnum hans. Vöktunin olli miklum kvíða og vanlíðan Starfsmaðurinn starfaði frá júní 2020 til maímánaðar 2021, og segir að verslunarstjórinn hafi fylgst með starfsmönnum með þessum hætti á þeim tíma, ekki væri um einstakt tilvik að ræða. Vöktunin olli starfsmanninum miklum kvíða og vanlíðan og varð til þess að hann lét af störfum, að hans eigin sögn. Að hans mati var um kerfisbundið vandamál að ræða sem sé ekki eingöngu bundið við umrædda Subway-stöð heldur fór þessi vöktun fram á öðrum veitingastöðum Subway á Íslandi. Vert er að taka fram að starfsmaðurinn setti út á að hann hefði ekki fengið fræðslu um vöktunina. Um mistök að ræða en ekki stöðugt eftirlit Stjarnan ehf. vill meina að vöktun með eftirlitsmyndavélum hafi verið sett á laggirnar í þágu öryggis og eignavörslu. Tilgangur þeirra sé málefnalegur og snúist ekki um verkstýringu starfsmanna eða eftirlit með vinnuskilum þeirra. Fram kemur að Stjarnan hafi sent Persónuvernd tvö bréf vegna málsins. Í fyrra bréfinu sagði að háttsemi verslunarstjórans væru mistök. Hann hefði farið út fyrir yfirlýstan tilgang vöktunarinnar og nýtt myndefnið til þess að fylgjast með vinnuskilum starfsmanna án samþykkis eða vitundar forsvarsmanna fyrirtækisins. Þá sagði að strax hefði verið brugðist við til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Persónuvernd sagði svör Stjörnunnar ehf. vera misvísandi. Í seinna bréfinu var því alfarið hafnað að verslunarstjórinn hefði fylgst með starfsfólki í rauntíma í gegnum eftirlitsmyndavélakerfi veitingastaðarins með reglubundnum hætti og gert athugasemdir við vinnulag þess og háttsemi. Heldur hafi verið um einstakt atvik að ræða þar sem verslunarstjórinn hafi fylgst með efni úr vélunum vegna ótta um að „brauðin væru að klárast“. Að sögn Stjörnunnar komst verslunarstjórinn, með því að skoða efni vélanna, að röð hefði myndast í afgreiðslu staðarins og hringdi þá á starfsstöðina og óskaði eftir því að starfsmaðurinn, sem var á hvíldarsvæði, myndi fara og afgreiða viðskiptavini. Stjarnan hafnar því að eftirlit líkt og það sem starfsmaðurinn lýsti viðgangist hjá Subway um allt land. Heldur hafi verið um „einstakt gáleysisbrot verslunarstjóra Subway að ræða“. Þar að auki benti Stjarnan á að umrætt atvik hafi átt sér stað á síðasta starfsdegi starfsmannsins hjá Subway. Hann hafi verið búinn að óska eftir því að láta af störfum áður en það átti sér stað. Þó viðurkenndi Stjarnan að fræðslu um öryggismyndavélar staðarins til starfsmanna væri ábótavant. Segja svörin misvísandi Í ákvörðun Persónuverndar segir að svör Stjörnunnar, þessi tvö bréf, hafi verið misvísandi. Það var sérstaklega vegna þeirra þátt sem Persónuvernd óskaði upplýsinga um „Er það litið alvarlegum augum og metið til íþyngjandi þáttar í málinu,“ segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Persónuverndar er sú að rafræn vöktun Stjörnunnar hafi ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi hennar, heldur hafi verið að ræða um vöktun með vinnuskilum. Þó telst einungis sannað að umrædd vöktun hafi átt sér stað einu sinni. Líkt og áður segir ákvarðaði Persónuvernd að Stjarnan skyldi greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt í ríkissjóð. Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Starfsmaður Subway kvartaði til persónuverndar vegna málsins. Hann sagði að verslunarstjóri staðarins hefði fylgst með honum í rauntíma í gegnum öryggismyndavélar, meðal annars gert frá heimili sínu. Verslunarstjórinn hafi hringt á Subway-staðinn og gert athugasemdir við vinnulag starfsmannsins út frá myndefninu. Að sögn starfsmannsins var þessi vöktun stöðug og bárust honum aðfinnslur frá yfirmanninum reglulega. Þá afhenti verslunarstjórinn starfsmanninum skjáskot með skráðum lýsingum á athöfnum hans. Vöktunin olli miklum kvíða og vanlíðan Starfsmaðurinn starfaði frá júní 2020 til maímánaðar 2021, og segir að verslunarstjórinn hafi fylgst með starfsmönnum með þessum hætti á þeim tíma, ekki væri um einstakt tilvik að ræða. Vöktunin olli starfsmanninum miklum kvíða og vanlíðan og varð til þess að hann lét af störfum, að hans eigin sögn. Að hans mati var um kerfisbundið vandamál að ræða sem sé ekki eingöngu bundið við umrædda Subway-stöð heldur fór þessi vöktun fram á öðrum veitingastöðum Subway á Íslandi. Vert er að taka fram að starfsmaðurinn setti út á að hann hefði ekki fengið fræðslu um vöktunina. Um mistök að ræða en ekki stöðugt eftirlit Stjarnan ehf. vill meina að vöktun með eftirlitsmyndavélum hafi verið sett á laggirnar í þágu öryggis og eignavörslu. Tilgangur þeirra sé málefnalegur og snúist ekki um verkstýringu starfsmanna eða eftirlit með vinnuskilum þeirra. Fram kemur að Stjarnan hafi sent Persónuvernd tvö bréf vegna málsins. Í fyrra bréfinu sagði að háttsemi verslunarstjórans væru mistök. Hann hefði farið út fyrir yfirlýstan tilgang vöktunarinnar og nýtt myndefnið til þess að fylgjast með vinnuskilum starfsmanna án samþykkis eða vitundar forsvarsmanna fyrirtækisins. Þá sagði að strax hefði verið brugðist við til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Persónuvernd sagði svör Stjörnunnar ehf. vera misvísandi. Í seinna bréfinu var því alfarið hafnað að verslunarstjórinn hefði fylgst með starfsfólki í rauntíma í gegnum eftirlitsmyndavélakerfi veitingastaðarins með reglubundnum hætti og gert athugasemdir við vinnulag þess og háttsemi. Heldur hafi verið um einstakt atvik að ræða þar sem verslunarstjórinn hafi fylgst með efni úr vélunum vegna ótta um að „brauðin væru að klárast“. Að sögn Stjörnunnar komst verslunarstjórinn, með því að skoða efni vélanna, að röð hefði myndast í afgreiðslu staðarins og hringdi þá á starfsstöðina og óskaði eftir því að starfsmaðurinn, sem var á hvíldarsvæði, myndi fara og afgreiða viðskiptavini. Stjarnan hafnar því að eftirlit líkt og það sem starfsmaðurinn lýsti viðgangist hjá Subway um allt land. Heldur hafi verið um „einstakt gáleysisbrot verslunarstjóra Subway að ræða“. Þar að auki benti Stjarnan á að umrætt atvik hafi átt sér stað á síðasta starfsdegi starfsmannsins hjá Subway. Hann hafi verið búinn að óska eftir því að láta af störfum áður en það átti sér stað. Þó viðurkenndi Stjarnan að fræðslu um öryggismyndavélar staðarins til starfsmanna væri ábótavant. Segja svörin misvísandi Í ákvörðun Persónuverndar segir að svör Stjörnunnar, þessi tvö bréf, hafi verið misvísandi. Það var sérstaklega vegna þeirra þátt sem Persónuvernd óskaði upplýsinga um „Er það litið alvarlegum augum og metið til íþyngjandi þáttar í málinu,“ segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Persónuverndar er sú að rafræn vöktun Stjörnunnar hafi ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi hennar, heldur hafi verið að ræða um vöktun með vinnuskilum. Þó telst einungis sannað að umrædd vöktun hafi átt sér stað einu sinni. Líkt og áður segir ákvarðaði Persónuvernd að Stjarnan skyldi greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt í ríkissjóð.
Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira