Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 14:10 Drónamynd af gosstöðvunum tekin í morgun. vísir/vilhelm Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. Nýtt hættumat tekur gildi í dag gildir til 22. mars að öllu óbreyttu. Matið er óbreytt á svæði 3 þar sem eldgosið er í gangi og enn talin mikil hætta þar. Hætta á svæði 1, Svartsengi, er metin töluverð en var áður mikil. Á svæði 4, eða inni í Grindavík, er áfram metin mikil þar sem hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga og hraunflæðis er talin mikil. Á svæði 3 (Sundhnúksgígaröðinni) er hætta vegna gasmengunar talin mjög mikil en á öllum öðrum svæðum er nú metin töluverð hætta á gasmengun en var áður mikil. Uppfært hættumat er í gildi til 22. mars. Mynd/Veðurstofan Þessi breyting er vegna minna gasútstreymis frá eldgosinu en í upphafi. Hætta vegna gasmengunar og gjósku er einnig metin út frá veður- og dreifingarspá næstu daga sem hefur áhrif á útbreiðslu þeirra. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Virkni eldgossins er enn nokkuð stöðug og eru enn opin gosop á sömu stöðum og í gær. Hraun rennur frá gígunum í suður ofan á hrauni sem rann á fyrstu dögum gossins. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hraunjöðrum nærri Suðurstrandarvegi og Svartsengi. Jarðskjálftavirkni síðan eldgosið hófst á laugardagskvöld hefur verið minniháttar. Í frétt Veðurstofunnar kemur einnig fram að mögulega sé nú að draga úr landrisi við Svartsengi og að það geti verið vegna þess að enn streymi kvika upp á yfirborð í Sundhnúksgígaröðinni og safnast því ekki saman undir Svartsengi „Þróun eldgossins og aflögunarmælingar næstu daga munu leiða það í ljós hvort jafnvægi komist á innstreymi kviku undir Svartsengi og hraunflæði á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni,“ segir enn fremur í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur enn fremur fram að veðurspáin er vaxandi suðaustanátt í dag, 13 til 20 metrar á sekúndu síðdegis, en lægir undir kvöld. Þá berst gasmengun til norðvesturs, og gæti hennar orðið vart í Reykjanesbæ og nálægum byggðarlögum. Gasdreifingarspá má finna hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Nýtt hættumat tekur gildi í dag gildir til 22. mars að öllu óbreyttu. Matið er óbreytt á svæði 3 þar sem eldgosið er í gangi og enn talin mikil hætta þar. Hætta á svæði 1, Svartsengi, er metin töluverð en var áður mikil. Á svæði 4, eða inni í Grindavík, er áfram metin mikil þar sem hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga og hraunflæðis er talin mikil. Á svæði 3 (Sundhnúksgígaröðinni) er hætta vegna gasmengunar talin mjög mikil en á öllum öðrum svæðum er nú metin töluverð hætta á gasmengun en var áður mikil. Uppfært hættumat er í gildi til 22. mars. Mynd/Veðurstofan Þessi breyting er vegna minna gasútstreymis frá eldgosinu en í upphafi. Hætta vegna gasmengunar og gjósku er einnig metin út frá veður- og dreifingarspá næstu daga sem hefur áhrif á útbreiðslu þeirra. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Virkni eldgossins er enn nokkuð stöðug og eru enn opin gosop á sömu stöðum og í gær. Hraun rennur frá gígunum í suður ofan á hrauni sem rann á fyrstu dögum gossins. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hraunjöðrum nærri Suðurstrandarvegi og Svartsengi. Jarðskjálftavirkni síðan eldgosið hófst á laugardagskvöld hefur verið minniháttar. Í frétt Veðurstofunnar kemur einnig fram að mögulega sé nú að draga úr landrisi við Svartsengi og að það geti verið vegna þess að enn streymi kvika upp á yfirborð í Sundhnúksgígaröðinni og safnast því ekki saman undir Svartsengi „Þróun eldgossins og aflögunarmælingar næstu daga munu leiða það í ljós hvort jafnvægi komist á innstreymi kviku undir Svartsengi og hraunflæði á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni,“ segir enn fremur í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur enn fremur fram að veðurspáin er vaxandi suðaustanátt í dag, 13 til 20 metrar á sekúndu síðdegis, en lægir undir kvöld. Þá berst gasmengun til norðvesturs, og gæti hennar orðið vart í Reykjanesbæ og nálægum byggðarlögum. Gasdreifingarspá má finna hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53
Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05