Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 12:00 Eyþór Ingi Gunnarsson segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina. Vísir/Vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi. Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi.
Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31