Innlent

Ætti að vera í kirkju en skoðar hraunið í staðinn

Jón Þór Stefánsson og Kristján Már Unnarsson skrifa
Olgeir segir að um sé að ræða spennandi verkefni.
Olgeir segir að um sé að ræða spennandi verkefni.

„Það er sunnudagur. Maður ætti að vera í kirkju, en svo er maður hér,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðvísindamaður hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu þegar hann var staddur við hraunjaðarinn ásamt fleiri vísindamönnum að safna sýnum úr hrauninu sem hefur runnið síðan í gærkvöldi.

Þar var verið að taka glóandi hraun og snöggkæla það.

„Þetta er vegna þess að ef hraunið fær að kólna í rólegheitunum þá örkristallast það, og það verður ekkert gler eftir. Með því að hraðkæla það, þá fáum við kvikuna til að snöggkólna og fáum glerið. Það er miklu auðveldara að efnagreina það,“ útskýrir Olgeir.

Hraunið sem hefur runnið síðan í gær er til rannsóknar.Vísir/Vilhelm

Hann segir mikið athyglisvert hafa komið í ljós við efnagreininguna. Hann segir til að mynda ótrúlegan breytileika í samsetningu hraunsins sem rann í desember og janúar. „Það kom okkur mjög á óvart, og sýndi að hluta til kom hraunið mjög djúpt að, en ekki bara úr grunnstæðu kvikuhólfi. Það að hún hafi svona breytilega samsetningu segir okkur til um ferlin neðar í skorpunni.“

„Nema hvað að seinna meir virðist sem blöndunin hafi náð sér á strik. En við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast. Við erum bara að byrja að safna,“ segir Olgeir sem tekur fram að um sé að ræða spennandi rannsóknir, eitthvað sem gæti farið í flott tímarit.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×