Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. mars 2024 10:34 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fram fór dagana 6. til 12. mars. 39,5 prósent svarenda sögðust vera óánægðir með framlag Íslands en 33,4 prósent voru ánægðir. 27,1 prósent svarenda völdu valkostinn „í meðallagi.“ Þá voru svarendur einnig beðnir um að velja á milli laganna í lokaeinvígi Söngvakeppninnar, Scared of Heights og Wild West og þeir spurðir hvort laganna þeir vildu að yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision. 42 prósent svarenda völdu lag Heru Bjarkar en 37,9 prósent völdu lag Bashar Murad. Tuttugu prósent svarenda sögðust hafa verið sama. Flestir svarenda vilja svo að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár, eða 42,2 prósent. 32,3 prósent vilja að Ísland taki þátt en 25,5 prósent er sama. Konur og ungt fólk ósáttara Í könnun Maskínu er þátttakendum og svörum þeirra skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og heimilistekjum. Þannnig voru fleiri karlar en konur voru ánægðir með framlag Heru Bjarkar. 38,2 prósent karla sem svöruðu spurningunni um framlag Íslands sögðust ánægðir með framlagið en 28,6 prósent kvenna. Jafnt var milli kynjanna meðal þeirra sem sögðust vera sama eða rúm 27 prósent karla og 27,2 prósent kvenna. 44,2 prósent kvenna sögðust vera óánægðar með Scared of Heights en 34,8 prósent karla. Þegar litið er til aldurs má sjá að yngra fólk er ósáttara með framlag Íslands og lag Heru. 47,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára segist vera óánægt og 57,9 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára. Á sama tíma segjast 49,6 prósent fólks sem er 60 ára og eldra vera ánægt með framlag Íslands. 19,9 prósent fólks í sama hópi sagðist vera óánægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sáttastir en Pírata óánægðastir Þá er menntaðra fólk óánægðara með framlagið. 52,5 prósent fólks með háskólapróf segist vera óánægt en einungis 23,8 prósent þeirra segjast vera ánægð. Á sama tíma eru 40,9 prósent fólks með grunnskólapróf sátt við framlagið en 29,1 prósent þeirra ósátt. Fleiri Reykvíkingar eru ósáttir við framlagið en íbúar annarra landshluta. 50,1 prósent Reykvíkinga eru óánægðir en 25,7 prósent ánægðir. Flestir eru ánægðir með framlagið á Vesturlandi og á Vestfjörðum en þar eru 47 prósent ánægðir en einungis 25,4 prósent óánægð. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ánægðastir með framlagið. Fimmtíu prósent kjósenda Miðflokksins segist vera ánægður og 55,6 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Pírata eru hinsvegar þeir óánægðustu með framlagið en alls sögðust 81,1 prósent kjósenda flokksins vera óánægðir en einungis 1,5 prósent var ánægt. Næst á eftir voru kjósendur Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar en 61,7 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins var óánægt og 55 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Austfirðingar og Píratar vilja sitja hjá Fleiri karlar en konur vilja að Ísland sitji hjá Í Eurovision að þessu sinni. 53,9 prósent kvenna vilja að Ísland sitji hjá en einungis 31,7 prósent karla. Ungt fólk er líklegra til að vilja að Ísland sitji hjá. Þá skera Austfirðingar sig úr svarendum frá öðrum landshlutum en þar er mestur munur í fjölda þeirra sem vilja sitja hjá í keppninni í ár og milli þeirra sem vilja keppa. 60,7 prósent svarenda sem búsettir eru á Austurlandi vilja sitja hjá en einungis 14,9 prósent vill keppa. Þá er Vesturland og Vestfirðir eini landshlutinn þar sem fleiri vilja að Ísland keppi en sitji hjá, naumlega þó. 31,2 prósent þar vilja að Ísland keppi en 30,7 prósent svarenda að Ísland sitji hjá. Kjósendur Pírata vilja flestir sitja hjá, eða 83,5 prósent þeirra á meðan einungis 4,7 prósent kjósenda flokksins vill að Ísland keppi. Meirihluti kjósenda Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna vill að Ísland sitji hjá í keppninni í ár. Á meðan vilja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að Ísland taki þátt, eða 66,9 prósent og vilja einungis 15,5 prósent kjósenda flokksins sniðganga keppnina. Meirihluti kjósenda Flokk fólksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að Ísland keppi í ár. Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu sem fram fór dagana 6. til 12. mars. 39,5 prósent svarenda sögðust vera óánægðir með framlag Íslands en 33,4 prósent voru ánægðir. 27,1 prósent svarenda völdu valkostinn „í meðallagi.“ Þá voru svarendur einnig beðnir um að velja á milli laganna í lokaeinvígi Söngvakeppninnar, Scared of Heights og Wild West og þeir spurðir hvort laganna þeir vildu að yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision. 42 prósent svarenda völdu lag Heru Bjarkar en 37,9 prósent völdu lag Bashar Murad. Tuttugu prósent svarenda sögðust hafa verið sama. Flestir svarenda vilja svo að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár, eða 42,2 prósent. 32,3 prósent vilja að Ísland taki þátt en 25,5 prósent er sama. Konur og ungt fólk ósáttara Í könnun Maskínu er þátttakendum og svörum þeirra skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og heimilistekjum. Þannnig voru fleiri karlar en konur voru ánægðir með framlag Heru Bjarkar. 38,2 prósent karla sem svöruðu spurningunni um framlag Íslands sögðust ánægðir með framlagið en 28,6 prósent kvenna. Jafnt var milli kynjanna meðal þeirra sem sögðust vera sama eða rúm 27 prósent karla og 27,2 prósent kvenna. 44,2 prósent kvenna sögðust vera óánægðar með Scared of Heights en 34,8 prósent karla. Þegar litið er til aldurs má sjá að yngra fólk er ósáttara með framlag Íslands og lag Heru. 47,5 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára segist vera óánægt og 57,9 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára. Á sama tíma segjast 49,6 prósent fólks sem er 60 ára og eldra vera ánægt með framlag Íslands. 19,9 prósent fólks í sama hópi sagðist vera óánægt. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sáttastir en Pírata óánægðastir Þá er menntaðra fólk óánægðara með framlagið. 52,5 prósent fólks með háskólapróf segist vera óánægt en einungis 23,8 prósent þeirra segjast vera ánægð. Á sama tíma eru 40,9 prósent fólks með grunnskólapróf sátt við framlagið en 29,1 prósent þeirra ósátt. Fleiri Reykvíkingar eru ósáttir við framlagið en íbúar annarra landshluta. 50,1 prósent Reykvíkinga eru óánægðir en 25,7 prósent ánægðir. Flestir eru ánægðir með framlagið á Vesturlandi og á Vestfjörðum en þar eru 47 prósent ánægðir en einungis 25,4 prósent óánægð. Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins ánægðastir með framlagið. Fimmtíu prósent kjósenda Miðflokksins segist vera ánægður og 55,6 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Pírata eru hinsvegar þeir óánægðustu með framlagið en alls sögðust 81,1 prósent kjósenda flokksins vera óánægðir en einungis 1,5 prósent var ánægt. Næst á eftir voru kjósendur Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar en 61,7 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins var óánægt og 55 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Austfirðingar og Píratar vilja sitja hjá Fleiri karlar en konur vilja að Ísland sitji hjá Í Eurovision að þessu sinni. 53,9 prósent kvenna vilja að Ísland sitji hjá en einungis 31,7 prósent karla. Ungt fólk er líklegra til að vilja að Ísland sitji hjá. Þá skera Austfirðingar sig úr svarendum frá öðrum landshlutum en þar er mestur munur í fjölda þeirra sem vilja sitja hjá í keppninni í ár og milli þeirra sem vilja keppa. 60,7 prósent svarenda sem búsettir eru á Austurlandi vilja sitja hjá en einungis 14,9 prósent vill keppa. Þá er Vesturland og Vestfirðir eini landshlutinn þar sem fleiri vilja að Ísland keppi en sitji hjá, naumlega þó. 31,2 prósent þar vilja að Ísland keppi en 30,7 prósent svarenda að Ísland sitji hjá. Kjósendur Pírata vilja flestir sitja hjá, eða 83,5 prósent þeirra á meðan einungis 4,7 prósent kjósenda flokksins vill að Ísland keppi. Meirihluti kjósenda Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna vill að Ísland sitji hjá í keppninni í ár. Á meðan vilja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að Ísland taki þátt, eða 66,9 prósent og vilja einungis 15,5 prósent kjósenda flokksins sniðganga keppnina. Meirihluti kjósenda Flokk fólksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að Ísland keppi í ár.
Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira