Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 16:01 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tímabært að bærinn sé með stefnu um hversu mörgum ferðamönnum skemmtiferðaskipa hann sé tilbúinn að taka á móti. Vísir/Einar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23