Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2024 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
„Framboð Katrínar yrði algjör leikbreytir,“ sagði Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður sem ræddi einnig um komandi forsetakosningar í þættinum. Eftir stæðu þá Vinstri grænir og ríkisstjórnin í miklu uppnámi. Aðspurð um hvort það væri skynsamlegt fyrir Katrínu segir Stefanía varla trúa því að hún fari fram. Mögulega noti hún það mikla umtal sem hafi verið í samfélaginu undanfarið um framboð hennar til að styrkja stöðu sína. Að því sögðu segir hún mörg teikn á lofti um framboð hennar. „En hún þyrfti þá að fara að tilkynna,“ sagði Stefanía. Einar Bárðarsson og Stefanía Sigurðardóttir ræddu um komandi forsetakosningar. Vísir/Vilhelm Einar tók í svipaðan streng um að Katrín sé mögulega að nota stöðuna í pólitískum tilgangi. „Allt þetta truflar Katrínu ekki neitt. Þetta hjálpar henni,“ sagði hann og bætti við að mögulega trufli orðrómur um framboð forsætisráðherra hins vegar aðra mögulega frambjóðendur sem séu undir feldi að velta fyrir sér hvort þeir fari fram eður ei. „Ef hún fer fram þá fellur þessi ríkisstjórn inn í sjálfa sig,“ sagði Einar. „Hún gæti verið að gera þetta til að minna Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson á hver leiðir þessa ríkisstjórn, hver er ljósmóðir hennar.“ Hólmfríður Gísladóttir, þáttarstjórnandi Pallborðsins, spurði hvort það væri virkilega svo mikil eftirspurn eftir Katrínu að hún hreinlega stjórnaði því hverjir færu fram og hverjir ekki. Stefanía sagðist ekki sannfærð um að Katrín myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningum og nefndi sem dæmi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, og Salvöru Nordal, umboðsmann barna, sem bæði hafa sagst vera að hugleiða framboð. Einar var á öðru máli: „Það veit engin úti á landi hver Salvör Nordal er. Þar er kosið.“ Einar og Stefanía segjast þó bæði telja ólíklegt að Katrín fari fram. Anna Lilja segist hreinlega ekki viss. Öll þrjú voru þó sammála um að staða Vinstri grænna myndi breytast umtalsvert tæki hún skrefið. Hægt er að horfa á þátt Pallborðsins í spilaranum hér fyrir neðan, en þar var bæði rætt um komandi forsetakosningar sem og mál Katrínar Middleton, prinsessunar af Wales, og samsæriskenningar sem umlykja hana.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Pallborðið Vinstri græn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira