Lífið

Inga Lind og Finnur deila á­huga á stang­veiði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga Lind og Finnur hafa verið að stinga saman nefjum að undanförnu svo athygli hefur vakið.
Inga Lind og Finnur hafa verið að stinga saman nefjum að undanförnu svo athygli hefur vakið.

Inga Lind Karlsdóttir, eigandi Skot Productions, og Finnur Harðarson fjárfestir og umsjónarmaður Stóru Laxár hafa látið vel að hvort öðru á opinberum vettvangi nýverið.

Sala Ingu Lindar á fyrrum einbýlishúsi sínu að Mávanesi í Garðabæ hefur vakið mikla athygli. Húsið byggði hún með fyrrverandi eiginmanni sínum Árna Haukssyni fjárfesti. Húsið fór á 850 milljónir íslenskra króna.

Finnur er landeigandi að Stóru-Laxá og hefur undanfarin ár verið leigutaki að ánni. Þar hefur hann staðið fyrir uppbyggingu við ána og ræddi meðal annars við Vísi í haust um áhyggjur sínar af laxadrápi á veiðisvæði Iðu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur farið vel á með þeim Ingu Lind og Finni undanfarnar vikur. Bæði eru þau enda öllum hnútum kunnug þegar kemur að atvinnulífinu og deila miklum áhuga á stangveiði. Til þeirra sást saman á Kjarval síðustu helgi svo athygli vakti.


Tengdar fréttir

All­svaka­legt laxa­dráp á veiði­svæði Iðu

Finnur Harðarson, umsjónarmaður Stóru Laxár, á í stökustu vandræðum með veiðimennskuna eins og hún er stunduð á Iðu I og Iðu II. Þar ríkir villta vestrið, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×