Ríkissáttasemjari reynir til þrautar að miðla málum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 19:47 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir jákvætt að samtal sé enn í gangi. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. „Við erum alltaf að þokast ef við erum að tala saman. Ef það er verið að kasta á milli hugmyndum er alltaf einhver von á að við náum lendingu á endanum. Það er bara jákvætt. Við höfum þrátt fyrir þetta útspil SA í dag, sem setti náttúrulega allt upp í bál og brand ef svo má segja, verið að ná lendingu í öðrum málum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í samtali við fréttastofu rétt fyrir klukkan sjö. Sérstök staða að vera í „Það er samtal í gangi. Það er verið að kasta hugmyndum á milli og svo lengi sem það er, er alltaf von.“ Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar þessa sagði Ragnar Þór viðbrögð SA ofsafengin og kröfur VR raunhæfar. „Þetta er mjög sérstök staða að vera í. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í gegnum samninga þar sem búið er að hvetja til atkvæðagreiðslu um verkbann, sem er mjög sérstök staða og ætti að vera öllum stéttarfélögum og verkalýðshreyfingunni allri mikið umhugsunarefni. Við höfum verið að nýta daginn til að bregðast við þessu með margvíslegum hætti. Þó ég geti ekki farið ofan í saumana á því núna kemur það vonandi í ljós næstu daga ef ekki semst,“ segir Ragnar. Hnútur sem þarf að leysa Rúm vika er í boðaðar aðgerðir af beggja hálfu en þung stemning var í Karphúsinu í dag. Ragnar segir markmið beggja samningsaðila að klára dæmið sem fyrst. „Það þarf auðvitað að leysa ákveðinn hnút sem snýr að starfsfólkinu uppi á Keflavíkurflugvelli til þess að þetta komist á það skrið að hægt sé að klára þetta. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Nú er ég nánast dottinn í fjölmiðlabann þannig að þetta er síðasta viðtalið sem ég tek í bili,“ segir Ragnar en viðtalið, sem var tekið rétt fyrir klukkan sjö í kvöld, var það síðasta sem Ragnar Þór veitti áður en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari setti samninganefndirnar í fjölmiðlabann. „Við munum að sjálfsögðu gera okkar allra besta til að leysa þetta með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir okkar félagsfólk uppi á Keflavíkurflugvelli, sem við erum auðvitað í umboði fyrir sem stéttarfélagið þeirra. Það er auðvitað undir þeim komið hvað þau eru tilbúin að sætta sig við, ekki hvað ég er tilbúinn að gera.“ Sérfræðingar VR þurfi nú að rýna hugmyndir SA áður en málið er borið undir félagsmenn VR á flugvellinum. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að tillagan, sem lögð var fram um kvöldmatarleytið, væri til komin frá Samtökum atvinnulífsins. Það hefur verið leiðrétt. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Tengdar fréttir Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
„Við erum alltaf að þokast ef við erum að tala saman. Ef það er verið að kasta á milli hugmyndum er alltaf einhver von á að við náum lendingu á endanum. Það er bara jákvætt. Við höfum þrátt fyrir þetta útspil SA í dag, sem setti náttúrulega allt upp í bál og brand ef svo má segja, verið að ná lendingu í öðrum málum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í samtali við fréttastofu rétt fyrir klukkan sjö. Sérstök staða að vera í „Það er samtal í gangi. Það er verið að kasta hugmyndum á milli og svo lengi sem það er, er alltaf von.“ Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Í kjölfar þessa sagði Ragnar Þór viðbrögð SA ofsafengin og kröfur VR raunhæfar. „Þetta er mjög sérstök staða að vera í. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í gegnum samninga þar sem búið er að hvetja til atkvæðagreiðslu um verkbann, sem er mjög sérstök staða og ætti að vera öllum stéttarfélögum og verkalýðshreyfingunni allri mikið umhugsunarefni. Við höfum verið að nýta daginn til að bregðast við þessu með margvíslegum hætti. Þó ég geti ekki farið ofan í saumana á því núna kemur það vonandi í ljós næstu daga ef ekki semst,“ segir Ragnar. Hnútur sem þarf að leysa Rúm vika er í boðaðar aðgerðir af beggja hálfu en þung stemning var í Karphúsinu í dag. Ragnar segir markmið beggja samningsaðila að klára dæmið sem fyrst. „Það þarf auðvitað að leysa ákveðinn hnút sem snýr að starfsfólkinu uppi á Keflavíkurflugvelli til þess að þetta komist á það skrið að hægt sé að klára þetta. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Nú er ég nánast dottinn í fjölmiðlabann þannig að þetta er síðasta viðtalið sem ég tek í bili,“ segir Ragnar en viðtalið, sem var tekið rétt fyrir klukkan sjö í kvöld, var það síðasta sem Ragnar Þór veitti áður en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari setti samninganefndirnar í fjölmiðlabann. „Við munum að sjálfsögðu gera okkar allra besta til að leysa þetta með það að markmiði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir okkar félagsfólk uppi á Keflavíkurflugvelli, sem við erum auðvitað í umboði fyrir sem stéttarfélagið þeirra. Það er auðvitað undir þeim komið hvað þau eru tilbúin að sætta sig við, ekki hvað ég er tilbúinn að gera.“ Sérfræðingar VR þurfi nú að rýna hugmyndir SA áður en málið er borið undir félagsmenn VR á flugvellinum. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að tillagan, sem lögð var fram um kvöldmatarleytið, væri til komin frá Samtökum atvinnulífsins. Það hefur verið leiðrétt.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Tengdar fréttir Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20 Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17 Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Stál í stál í Karphúsinu Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. 12. mars 2024 19:20
Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12. mars 2024 18:17
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06