Níræður skíðakappi fer á kostum í brekkunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2024 20:31 Pétur Kjartansson, 90 ára skíðakappi, sem gefur ekki tommu eftir þegar skíðin eru annars vegar enda fer hann á kostum í brekkunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur Kjartansson, fyrrverandi bólstrari í Reykjavík og hestamaður, kallar ekki allt ömmu sína. Hann skíðar eins og herforingi í brekkunum í Bláfjöllum 90 ára gamall. Sömuleiðis fer hann reglulega í skíðaferðir til útlanda Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Pétur, sem er bólstrari og rak Antik bólstrun á Langholtsvegi 126 í 30 ár og stundaði hestamennsku alla tíð, er algjörlega magnaður þegar kemur að því að heimsækja skíðabrekkur hvort sem það er hér heima eða erlendis. „Það er bæði félagsskapurinn og svo náttúrulega er þetta ákaflega skemmtileg íþrótt og fjölskylduvæn. Þegar ég fór svo að eiga börn þá voru þau tekin með frá því að þau voru þriggja ára,“ segir Pétur aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við það að vera á skíðum. Pétur og fjölskylda skíðuðu mikið í Jósepsdal en þangað þurftu þau að ganga fjóra og hálfan kílómetra. Og kvöldvökurnar þar voru frábærar segir Pétur. En þú ert orðinn 90 ára gamall, þetta er ótrúlega vel gert hjá þér. „Já, og ég finn ekkert fyrir því. Nei, maður hefur aldrei gefið neina pásu á þessu, alltaf haldið áfram og svo var ég í hestamennsku í 49 ár, þetta hefur gefið lífinu gildi,” segir Pétur kátur og hress eins og alltaf. Hversu mikilvægt er fyrir eldri borgara að hreyfa sig? „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú. Svo er ég í eldri borgara leikfimi líka og það hefur hjálpað rosalega mikið og syndi, bara aldrei að hætta,” segir Pétur. Pétur er duglegur að skíða hér heima og erlendis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bryndís, dóttir Péturs er að sjálfsögðu stolt af þrautseigju og dugnaði pabba síns. „Góð gen, góð gen, ég ætla að vona að ég verði svona,” segir hún og skellihlær. Er hann alltaf svona jákvæður og hress? „Já, já, hann er það, það þarf að hafa gaman að lífinu. Hann hefur nú lengi sagt á meðan volgt er í honum hlandið þá heldur hann áfram,” segir Bryndís og hlær enn meira. Pétur og Bryndís, sem hafa bæði mjög gaman að fara á skíði og njóta útiverunnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Skíðaíþróttir Eldri borgarar Ástin og lífið Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira