Heiða Guðný er um mínútu að rýja hverja kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 20:30 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem fer á milli bæjar til að rýja sauðfé bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind. Hún rýir oft hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kindur á dag fyrir bændur og búalið. Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira