Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. mars 2024 16:46 Vopnafjörður. Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar. Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar.
Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01