Fótbolti

Stuðnings­menn Brighton stungnir í Róm

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ráðist var á stuðningsmenn Brighton í Róm.
Ráðist var á stuðningsmenn Brighton í Róm. getty/Alex Davidson

Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

BBC segir að sex manns með lambhúshettur hafi ráðist á hóp stuðningsmanna Brighton. Einn þeirra sagði að tveir vina hans hafi verið stungnir.

Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús en áverkar þeirra eru ekki lífshættulegir.

Um 3.500 stuðningsmenn Brighton ferðuðust til Rómar fyrir leikinn sem fer fram í kvöld. Roma komst í úrslit Evrópudeildarinnar í fyrra en Brighton er í fyrsta skipti í Evrópukeppni í sögu félagsins.

Leikur Roma og Brighton hefst klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×