Innlent

Innköllun á Prime orkudrykkjum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Viðskiptavinum sem hafa verslað vörurnar á þjónustustöðvum N1 er bent á að skila þeim á viðkomandi stöð gegn fullri endurgreiðslu.
Viðskiptavinum sem hafa verslað vörurnar á þjónustustöðvum N1 er bent á að skila þeim á viðkomandi stöð gegn fullri endurgreiðslu.

MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

PRIME hefur verið afar vinsæll drykkur á meðal yngri kynslóða undanfarna mánuði, en umræddar dósir sem verið er að innkalla eru aðeins eru seldar á þjónustustöðvum N1. 

Í fréttatilkynningu frá N1 er tekið fram að L-þíanín sé ekki talið skaðlegt, en sé ekki leyfilegt í þessum tilteknu matvælum. 

Viðskiptavinum sem hafa verslað vörurnar á þjónustustöðvum N1 er bent á að skila þeim á viðkomandi stöð gegn fullri endurgreiðslu. Þeir viðskiptavinir N1 sem hafa keypt umrædda drykki eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Prime Lemon Lime

Vörumerki
: Prime Energy

Nettómagn: 330 mL dós

Framleiðandi: Prime Hydration

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1

Vöruheiti: Prime Blue Raspberry

Vörumerki: Prime Energy

Nettómagn: 330mL dós

Framleiðandi: Prime Hydration

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1

Vöruheiti: Prime Ice Pop

Vörumerki: Prime Energy

Nettómagn: 330 mL dós

Framleiðandi: Prime Hydration

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1

Vöruheiti: Prime Orange Mango

Vörumerki: Prime Energy

Nettómagn: 330 mL dós

Framleiðandi: Prime Hydration

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Lotunúmer/Best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir maí 2025

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1

Vöruheiti: Prime Strawberry Watermelon

Vörumerki: Prime Energy

Nettómagn: 330 mL dós

Framleiðandi: Prime Hydration

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1

Vöruheiti: Prime Tropical Punch

Vörumerki: Prime Energy

Nettómagn: 330 mL dós

Framleiðandi: Prime Hydration

Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14

Framleiðsluland: Bretland

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer með best fyrir júní 2025

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.

Dreifing: Allar þjónustustöðvar N1


Tengdar fréttir

Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime

Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×