N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:28 Vörurnar eru komnar á N1 en reikna má með að þær seljist eins og heitar lummur. Vísir/Elísabet Inga Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20