Ryðja allan Landsrétt í máli fyrrverandi dómsmálaráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2024 22:28 Sólveig Pétursdóttir var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007. Vísir/Vilhelm Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna. Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna.
Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira