Vill hafa nærbuxurnar sínar víðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 15:44 Fannar viðurkennir að það hafi verið erfitt að taka saman lista yfir þá hluti sem honum þyki ómissandi. Víðar nærbuxur, íslenskur snúður með karamelluglassúr og minningarkassi eru meðal hluta sem tónlistarmaðurinn Fannar Ingi Friðþjófsson, forsprakki Hipsumhaps gæti vart lifað án. Hann segist eiga erfitt með að henda ólíklegasta dóti, jafnvel skrám í tölvum. Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám. Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Hipsumhaps er tilnefnd til Hlustendaverðlauna í flokknum Plata ársins fyrir plötuna Ást og Praktík. Í tilefni hátíðarinnar fengum við að kynnast tónlistarmanninum aðeins betur og heyra hvaða tíu hluta hann gæti vart lifað án. Klippa: Hipsumhaps - Hlustendaverðlaunin Snúðar, sundskýlan og pizza sem konsept „Fyrsti hluturinn sem mér þykir ómissandi, eða hlutirnir, þetta gengur sem einn right? Sokkar og nærbuxur. Ég er með minn preference á sokkum og nærbuxum, það eru víðar boxers. Ég fæ mikið lof frá kærustunni minni fyrir að ganga í svona víðum nærbuxum,“ segir Fannar Ingi léttur í bragði. Þá nefnir Fannar einnig sundskýluna sína. Hann segist fara reglulega í sund og helst á Álftanesi en Fannar vill sem minnst segja um laugina þar því hann vill ekki of mikið af fólki þangað. Svo nefnir hann líka íslenska snúðinn og pizzu sem konsept. „Ég fæ mér alltaf snúð á föstudögum. Bara venjulegan íslenskan snúð með karamelluglassúr. Ég hef búið erlendis nokkrum sinnum og þetta er einn af þremur hlutunum sem ég sakna frá Íslandi. Góður snúður, sundlaugar og svo kannski fjölskyldan eða eitthvað,“ segir Fannar. Listinn frá Fannari í heild sinni: 1. Sokkar og nærbuxur. Víðar nærbuxur í formi boxers. 2. Íslenskur snúður með karamelluglassúr. 3. Sundskýla. Sundskýla númer tvö er týnd. 4. Teikning litla frænda Fannars af ástinni. Á henni eru tvö ástfangin vélmenni og vélmennahundur. 5. Pizza sem matur. Sem gæðastund með fólki og fjölskyldunni. 6. Golfsettið. Fannar segist gera fátt annað en að spila golf. 7. Snyrtitaskan. Þar er rakakremið mikilvægast. Lesgleraugun. „Ekki margir sem vita þetta en ég myndi ekki sjá neitt ef ég væri eki með þau.“ 8. Mynd af hundinum Samma. Fannar segist aldrei hafa fengið að eiga hund. Myndin af Samma var tekin í leyfisleysi. 9. Fyrsti gítarinn. Sex strengir sálarinnar. Gítarinn fékk Fannar að gjöf frá afa sínum, Ingimar sem hann var einmitt nefndur í höfuðið á. Fannar segist hafa samið helming sinna laga á gítarinn, þar með talið stórsmellinn Lífið sem mig langar í. 10. Kassi fullur af minningum. „Ég og Þórunn við söfnum í þennan kassa allskonar drasli. Dauðum hlutum, sem við tengjum við í gegnum minningar,“ segir Fannar. Þar er meðal annars að finna valentínusardrasl og armband af Coldplay tónleikum. Kassinn fer að verða of lítill og Fannar segist eiga erfitt með að henda, meira að segja tölvuskrám.
Hlustendaverðlaunin Tónlist FM957 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira