Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 09:01 Magnús Tum fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu. Vísir/Vilhelm Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann færi að sofa með gos í huga og vaknaði með gos í huga, sagði hann það nú ekki vera svo. „Með svona atburði, þegar þeir skella yfir taka þeir allan hugann, en síðan erum við að verða svolítið vön þessu. Ég er kannski ekki alltaf að hugsa um þetta því annars gerði maður ekkert annað af viti.“ Hann vill þó ekki meina að þetta ástand sé orðið hversdagslegt. „Ég myndi ekki orða það þannig, en kannski er þetta eitthvað sem er orðið partur af deginum og lífinu. Þær áætlanir sem maður hafði sjálfur síðustu mánuði hafa ekki alveg gengið eftir í starfi því þetta hefur tekið töluverðan tíma.“ Þurfum að gæta þess að skipuleggja ekki byggð á hrauni Magnús Tumi segir stöðuna á Reykjanesskaga óbreytta frá því sem verið hefur síðustu mánuði. „Það er landris við Svartsengi og á því svæði, og þar streymir inn kvika. Rennslið er svipað eins og Elliðaárnar. Á laugardaginn fór af stað kvikuhlaup sem endaði ekki með gosi, hætti mjög fljótlega. Þegar þrýstingurinn fer að opnast aðeins og fer af stað þá minnkar hann. Það hefur verið einhver fyrirstaða svo þetta dugði ekki, þess vegna stoppaði það. Síðan er hann að byggjast upp aftur og er sennilega að verða kominn í svipaða stöðu og á laugardagsmorgun, kannski í dag eða á morgun.“ Að öllu óbreyttu megi búast við öðru kvikuhlaupi, en ómögulegt sé að segja til um hvort til eldgoss komi eða ekki. Þá segir Magnús Tumi að hugsanlega séum við hálfnuð í þeim atburði sem nú eigi sér stað á Reykjanesskaga. Þá er ég að hugsa um alveg frá því að byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli. Sennilegast sé að þessi atburðarrás muni halda áfram í nokkur ár. Svo sé einn möguleiki að það komið hlé í nkkur ár og virknin tekið sig upp aftur. Aðalatriðið sé að landsmenn þurfi að búa sig undir að þetta sé raunveruleikinn og læra að lifa með þessu. „Þetta er allt partur af því að við búum í þessu landi við þessar aðstæður. Við þurfum að byggja landið og skipuleggja umhverfi þannig að þolið gegn náttúruvánni sé sem mest. Eins og við byggjum ekki hverfi á Mýrdalssandi þar sem geta komið stór jökulhlaup. Sama er með hraunið,“ segir Magnús Tumi. Við eigum ekki að þenja byggðir út á svæðum sem eru útsett fyrir hraunrennsli. Nú er fólksfjölgun og það þarf að passa að skipulagið sé þannig að við séum ekki að búa til vandamál til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann færi að sofa með gos í huga og vaknaði með gos í huga, sagði hann það nú ekki vera svo. „Með svona atburði, þegar þeir skella yfir taka þeir allan hugann, en síðan erum við að verða svolítið vön þessu. Ég er kannski ekki alltaf að hugsa um þetta því annars gerði maður ekkert annað af viti.“ Hann vill þó ekki meina að þetta ástand sé orðið hversdagslegt. „Ég myndi ekki orða það þannig, en kannski er þetta eitthvað sem er orðið partur af deginum og lífinu. Þær áætlanir sem maður hafði sjálfur síðustu mánuði hafa ekki alveg gengið eftir í starfi því þetta hefur tekið töluverðan tíma.“ Þurfum að gæta þess að skipuleggja ekki byggð á hrauni Magnús Tumi segir stöðuna á Reykjanesskaga óbreytta frá því sem verið hefur síðustu mánuði. „Það er landris við Svartsengi og á því svæði, og þar streymir inn kvika. Rennslið er svipað eins og Elliðaárnar. Á laugardaginn fór af stað kvikuhlaup sem endaði ekki með gosi, hætti mjög fljótlega. Þegar þrýstingurinn fer að opnast aðeins og fer af stað þá minnkar hann. Það hefur verið einhver fyrirstaða svo þetta dugði ekki, þess vegna stoppaði það. Síðan er hann að byggjast upp aftur og er sennilega að verða kominn í svipaða stöðu og á laugardagsmorgun, kannski í dag eða á morgun.“ Að öllu óbreyttu megi búast við öðru kvikuhlaupi, en ómögulegt sé að segja til um hvort til eldgoss komi eða ekki. Þá segir Magnús Tumi að hugsanlega séum við hálfnuð í þeim atburði sem nú eigi sér stað á Reykjanesskaga. Þá er ég að hugsa um alveg frá því að byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli. Sennilegast sé að þessi atburðarrás muni halda áfram í nokkur ár. Svo sé einn möguleiki að það komið hlé í nkkur ár og virknin tekið sig upp aftur. Aðalatriðið sé að landsmenn þurfi að búa sig undir að þetta sé raunveruleikinn og læra að lifa með þessu. „Þetta er allt partur af því að við búum í þessu landi við þessar aðstæður. Við þurfum að byggja landið og skipuleggja umhverfi þannig að þolið gegn náttúruvánni sé sem mest. Eins og við byggjum ekki hverfi á Mýrdalssandi þar sem geta komið stór jökulhlaup. Sama er með hraunið,“ segir Magnús Tumi. Við eigum ekki að þenja byggðir út á svæðum sem eru útsett fyrir hraunrennsli. Nú er fólksfjölgun og það þarf að passa að skipulagið sé þannig að við séum ekki að búa til vandamál til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?