Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 09:01 Magnús Tum fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu. Vísir/Vilhelm Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann færi að sofa með gos í huga og vaknaði með gos í huga, sagði hann það nú ekki vera svo. „Með svona atburði, þegar þeir skella yfir taka þeir allan hugann, en síðan erum við að verða svolítið vön þessu. Ég er kannski ekki alltaf að hugsa um þetta því annars gerði maður ekkert annað af viti.“ Hann vill þó ekki meina að þetta ástand sé orðið hversdagslegt. „Ég myndi ekki orða það þannig, en kannski er þetta eitthvað sem er orðið partur af deginum og lífinu. Þær áætlanir sem maður hafði sjálfur síðustu mánuði hafa ekki alveg gengið eftir í starfi því þetta hefur tekið töluverðan tíma.“ Þurfum að gæta þess að skipuleggja ekki byggð á hrauni Magnús Tumi segir stöðuna á Reykjanesskaga óbreytta frá því sem verið hefur síðustu mánuði. „Það er landris við Svartsengi og á því svæði, og þar streymir inn kvika. Rennslið er svipað eins og Elliðaárnar. Á laugardaginn fór af stað kvikuhlaup sem endaði ekki með gosi, hætti mjög fljótlega. Þegar þrýstingurinn fer að opnast aðeins og fer af stað þá minnkar hann. Það hefur verið einhver fyrirstaða svo þetta dugði ekki, þess vegna stoppaði það. Síðan er hann að byggjast upp aftur og er sennilega að verða kominn í svipaða stöðu og á laugardagsmorgun, kannski í dag eða á morgun.“ Að öllu óbreyttu megi búast við öðru kvikuhlaupi, en ómögulegt sé að segja til um hvort til eldgoss komi eða ekki. Þá segir Magnús Tumi að hugsanlega séum við hálfnuð í þeim atburði sem nú eigi sér stað á Reykjanesskaga. Þá er ég að hugsa um alveg frá því að byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli. Sennilegast sé að þessi atburðarrás muni halda áfram í nokkur ár. Svo sé einn möguleiki að það komið hlé í nkkur ár og virknin tekið sig upp aftur. Aðalatriðið sé að landsmenn þurfi að búa sig undir að þetta sé raunveruleikinn og læra að lifa með þessu. „Þetta er allt partur af því að við búum í þessu landi við þessar aðstæður. Við þurfum að byggja landið og skipuleggja umhverfi þannig að þolið gegn náttúruvánni sé sem mest. Eins og við byggjum ekki hverfi á Mýrdalssandi þar sem geta komið stór jökulhlaup. Sama er með hraunið,“ segir Magnús Tumi. Við eigum ekki að þenja byggðir út á svæðum sem eru útsett fyrir hraunrennsli. Nú er fólksfjölgun og það þarf að passa að skipulagið sé þannig að við séum ekki að búa til vandamál til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann færi að sofa með gos í huga og vaknaði með gos í huga, sagði hann það nú ekki vera svo. „Með svona atburði, þegar þeir skella yfir taka þeir allan hugann, en síðan erum við að verða svolítið vön þessu. Ég er kannski ekki alltaf að hugsa um þetta því annars gerði maður ekkert annað af viti.“ Hann vill þó ekki meina að þetta ástand sé orðið hversdagslegt. „Ég myndi ekki orða það þannig, en kannski er þetta eitthvað sem er orðið partur af deginum og lífinu. Þær áætlanir sem maður hafði sjálfur síðustu mánuði hafa ekki alveg gengið eftir í starfi því þetta hefur tekið töluverðan tíma.“ Þurfum að gæta þess að skipuleggja ekki byggð á hrauni Magnús Tumi segir stöðuna á Reykjanesskaga óbreytta frá því sem verið hefur síðustu mánuði. „Það er landris við Svartsengi og á því svæði, og þar streymir inn kvika. Rennslið er svipað eins og Elliðaárnar. Á laugardaginn fór af stað kvikuhlaup sem endaði ekki með gosi, hætti mjög fljótlega. Þegar þrýstingurinn fer að opnast aðeins og fer af stað þá minnkar hann. Það hefur verið einhver fyrirstaða svo þetta dugði ekki, þess vegna stoppaði það. Síðan er hann að byggjast upp aftur og er sennilega að verða kominn í svipaða stöðu og á laugardagsmorgun, kannski í dag eða á morgun.“ Að öllu óbreyttu megi búast við öðru kvikuhlaupi, en ómögulegt sé að segja til um hvort til eldgoss komi eða ekki. Þá segir Magnús Tumi að hugsanlega séum við hálfnuð í þeim atburði sem nú eigi sér stað á Reykjanesskaga. Þá er ég að hugsa um alveg frá því að byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli. Sennilegast sé að þessi atburðarrás muni halda áfram í nokkur ár. Svo sé einn möguleiki að það komið hlé í nkkur ár og virknin tekið sig upp aftur. Aðalatriðið sé að landsmenn þurfi að búa sig undir að þetta sé raunveruleikinn og læra að lifa með þessu. „Þetta er allt partur af því að við búum í þessu landi við þessar aðstæður. Við þurfum að byggja landið og skipuleggja umhverfi þannig að þolið gegn náttúruvánni sé sem mest. Eins og við byggjum ekki hverfi á Mýrdalssandi þar sem geta komið stór jökulhlaup. Sama er með hraunið,“ segir Magnús Tumi. Við eigum ekki að þenja byggðir út á svæðum sem eru útsett fyrir hraunrennsli. Nú er fólksfjölgun og það þarf að passa að skipulagið sé þannig að við séum ekki að búa til vandamál til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49