Hávaxnasti maður landsins loksins í almennilegu rúmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 20:05 Ragnar Ágúst hefur alltaf átt í miklum vandræðum með að finna sér rúm og dýnu sem hentar lengd hans en nú er það loksins komið hjá honum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi. Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, sem er alltaf kallaður Raggi Nat, er Hvergerðingur og þekktur körfuboltamaður sem spilar með Hamri og íslenska landsliðinu. Raggi er engin smásmíði þegar kemur að hæð og er hæstur á Íslandi, tveir og tuttugu, notar skó númer 52 og þarf að láta sérsauma föt á sig. Það hefur alltaf verið vesen fyrir Ragga að velja sér rúm til að sofa í og hvað þá á dýnu sem passar. Hér er Ragnar í hefðbundnu rúmi, sem er allt of lítið. „Hnén standa næstum bara fram úr í þessu, þetta er ekki alveg gert fyrir mann eins og mig,” segir Raggi. Ragnar Ágúst og fréttamaður að ræða saman.Aðsend Raggi hitti mann óvænt á dögunum, sem býr reyndar líka í Hveragerði og er með fyrirtæki sem selur rúm og dýnur í höfuðborginni og þá fóru hlutirnir að gerast. „Já, ég fékk hérna rúm, sem er tveir og fjörutíu í Woolroom og það er í fyrsta skipti í mörg ár, sem ég er með rúm, sem ég passa í, ekki bara á stærðina heldur er líka ullardýna, sem er alveg geggjuð,” segir Raggi. Hvenær ertu vaknaður á morgnanna? „Það er oftast um áttaleytið en það fer eftir því hvort ég er með dóttur mína með mér, hún á það til að vakna aðeins fyrr en ég reyni að vera komin á fætur um átta,” segir Raggi. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, hæsti Íslendingurinn, sem er 2,20 sentímetrar að ræða við Vilmund Möller Sigurðsson eigandi Woolroom.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hvergerðingurinn er ánægður með að hafa getað reddað risa Hvergerðingnum rúmi og dýnu. „Já, ég er svona að reyna að koma því á framfæri líka til íþróttafólks eins og til allra að svefninn er í rauninni ekki bara tímalengd heldur er hann svefngæði. Þetta er alveg eins og að borða mat, það er ekki nóg að borða mikið, við vitum að þú þarft að borða heilnæmt til þess að ná toppárangri, til dæmis í íþróttum,” segir Vilmundur Möller Sigurðsson, eigandi Woolroom og bætir við. Ragnar er rosalega hár eins og sjá má.Aðsend „Þú þarft að sofa heilnæmt, þú þarft að sofa á heilnæmum efnum og þar virðist ullin hafa vinningin umfram held ég bara allt er í boði allavega á Íslandi.” Og Raggi segir frábært að vera svona hávaxinn, það komi sér nánast alltaf vel. „Það eru bara öll tækifærin, sem liggja í þessu. Það er að nýta þetta í körfuboltann og líta niður á alla aðra, það er mjög skemmtilegt,” segir hann hlæjandi.
Hveragerði Reykjavík Verslun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira