Fótbolti

Íslendingaliðið kastaði frá sér tveggja marka for­ystu gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon kom inn af varamannabekk Lyngby í dag.
Sævar Atli Magnússon kom inn af varamannabekk Lyngby í dag. Getty/Lars Ronbog

Íslendingalið Lyngby mátti þola 2-4 tap er liðið tók á móti Hvidovre i dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Frederik Gytkjaer kom heimamönnum í Lyngby yfir með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu áður en sjálfsmark frá Malte Kiilerich sá til þess að liðið fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn.

Gestirnir svöruðu þó vel í síðari hálfleik. Lirim Qamili skoraði tvö mörk og jafnaði metin fyrir Hvidovre áður en mörk frá Simon Makienok og Andreas Smed á 80. og 83. mínútu skiluðu gestunum 2-4 sigri.

Þetta var þriðja tap Lyngby í röð í dönsku deildinni og liðið situr nú í tíunda sæti með 20 stig eftir 20 leiki, níu stigum meira en Hvidovre sem situr á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×