Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Mögulegur galli á kosningakerfi Ríkissjónvarpsins í úrslitaeinvígi Söngvakeppninnar er til skoðunar. Söngkonan Hera Björk hafði betur með lagi sínu Scared of Heights, gegn Bashar Murad með lagið Wild Wild West.

Skólastjóri Verslunarskóla ÍSlands segir bagalegt að stjórnvöld hafi ekki rannsakað ávinning styttingu framhaldsskólans. Formaður Kennarasambandsins segir styttinguna hafa leitt til lægri einkunna, færri tekinna eininga og meira brottfalls.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×