Innlent

Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram

Jakob Bjarnar skrifar
Bubbi Morthens hefur nú ritað pistil þar sem hann skorar opinberlega á Ólaf Jóhann Ólafsson að fara fram og gefa kost á sér sem forseti íslenska lýðveldisins.
Bubbi Morthens hefur nú ritað pistil þar sem hann skorar opinberlega á Ólaf Jóhann Ólafsson að fara fram og gefa kost á sér sem forseti íslenska lýðveldisins. vísir/vilhelm

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands.

Eins og áður hefur komið fram ætlar Guðni Th. Jóhannesson ekki að fara fram og eftir að hann tilkynnti um það í nýjársávarpi sínu kom fljótlega fram hópur sem vill bjóða sig fram. En svo kom stopp og samkvæmt skoðanakönnunum virðist enginn þeirra njóta stuðnings sem þyrfti.

Ef Ólafur Jóhann myndi bjóða sig fram þyrfti vart að sökum að spyrja. Bubbi er í það minnsta ekki í neinum vafa þar um.

„Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir,“ segir Bubbi í formlegri áskorun sem hann skrifaði og birti á Vísi.

„Þessi stutti pistill minn er opinber áskorun og hvatning til að hann bjóði sig fram í það embætti.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×