Skoðun

Ólafur Jóhann farðu fram!

Bubbi Morthens skrifar

Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir.

Ólafur Jóhann er gríðarvel tengdur úti í heimi eftir að hafa verið í áratugi í forustu alþjóðlegra fyrirtækja eins og Sony og Time Warner, en hér heima er hann fyrst og fremst þekktur sem einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar.

Ólafur Jóhann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ólafur Jóhann Sigurðsson sem líka var þekktur rithöfundur og Anna Jónsdóttir kona hans. Eiginkona Ólafs er Anna Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau halda heimili bæði í New York í Bandaríkjunum og í Reykjavík.

Ég tel að Ólafur Jóhann hafi alla þá kosti sem þarf til að vera forseti Íslands.

Þessi stutti pistill minn er opinber áskorun og hvatning til að hann bjóði sig fram í það embætti.

Höfundur er tónlistarmaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×