Lífið

Fyrstu tón­listar­mennirnir á Þjóð­há­tíð í ár til­kynntir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Patrik er einn af þeim fyrstu sem tilkynnt er að fram komi á Þjóðhátíð í ár.
Patrik er einn af þeim fyrstu sem tilkynnt er að fram komi á Þjóðhátíð í ár. Vísir/Vilhelm

Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin. Þá var greint frá fyrstu tónlistarmönnunum sem munu stíga á svið á hátíðinni í ár í beinni útsendingu í Brennslunni á FM957 í morgun.

Í morgunþættinum var greint frá því að GDRN og Patrik muni koma fram á hátíðinni ár. Patrik mætti auk þess sem sérlegur gestur í útvarpsþættinum þar sem lagt var fyrir hann lauflétt Þjóðhátíðarlagatest.

Þjóðhátíð fer að venju fram verslunarmannahelgi í Herjólfsdal. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár.

Dagspassinn kostar rúmar tuttugu þúsund krónur. Helgarpassinn er á 29.990 krónur og VIP passinn er á 39.990 krónur.


Tengdar fréttir

Prettyboitjokkó í fyrsta sinn á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum er handan við hornið og hefur tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, bæst í ört stækkandi hóp listamanna sem mun halda uppi stuðinu í Herjólfsdal í ár.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×