Innlent

Kjósa einnig um verk­fall hjá ræstingarfólki

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Einar

Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda atkvæðagreiðslu um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars.

Atkvæðagreiðslan mun hefjast í næstu viku, samkvæmt Vilhjálmi. Hann segir það sitt mat að Samtök atvinnulífsins beri fulla ábyrgð á þeirri stöðu sem komin sé upp í viðræðunum.

„Ég sem formaður VLFA og Starfsgreinasambands Íslands ætla rétt að vona að Samtök atvinnulífsins átti sig vel og rækilega á þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í þessum viðræðum.“

Samninganefnd Eflingar hefur einnig ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá fólki sem starfar við ræstingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði fyrri í dag að hún teldi ríkan verkfallsvilja í þeim hópi.


Tengdar fréttir

Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir.

Funda ekki í dag

Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið.

Út­koma kjara­samninga „lang­stærsti“ ó­vissu­þátturinn fyrir vaxta­lækkunar­ferlið

Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×