Innlent

Samið um flug til Eyja og Húsa­víkur út mars

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Vestmannaeyjum. Samningurinn felur í sér að flogið verði þrjá daga í viku milli Eyja og Reykjavíkur.
Frá Vestmannaeyjum. Samningurinn felur í sér að flogið verði þrjá daga í viku milli Eyja og Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og einnig til Húsavíkur út mars. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að flogið verði þrjá daga í viku milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur sem og milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Fyrirkomulag á farmiðabókunum verði óbreytt frá því sem hafi verið á undanförnum vikum.

„Flugvélar af gerðinni Beechcraft King Air B200, sem er 9 farþegasæta vél, og Jetstream 32, sem tekur 19 farþega í sæti, verða notaðar í þetta verkefni.

Flugleiðir þessar eru styrktar sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á þessum leiðum á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×