Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka vegna blóðmerahalds, sem kom fram í Kveik í gær ekki koma á óvart. Vísir/Arnar Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga. Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga.
Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09