Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 12:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30