Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2024 08:40 Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka og niður um sjö prósentustig milli kannana. 32 prósent bera mikið traust til bankans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Traust almennings til Seðlabankans hefur minnkað og þá hefur traust til borgarstjórnar Reykjavíkur aukist. Annars mælist traust til flestra stofnana svipað og á síðasta ári. Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup. Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup.
Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira