Innlent

Skjálfti við Kleifar­vatn

Samúel Karl Ólason skrifar
Upptök skjálftans mældust tveimur kílómetrum austur af Kleifarvatni.
Upptök skjálftans mældust tveimur kílómetrum austur af Kleifarvatni. Vísir/Arnar

Tiltölulega stór jarðskjálfti mældist við Kleifarvatn um klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn, sem var 3,4 stig og mældist um tvo kílómetra austur af vatninu, fannst í byggð og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkur virkni hafi verið á svæðinu síðustu daga. Síðasti skjálfti af þessari stærðargráðu varð þann 13. nóvember og var hann 3,5 stig.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×